Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 108
Tímarit Mdls og menningar
að vera til þess að stefna að þeim markmiðum sem lög og reglugerðir
mæla fyrir um. Síðan gera Morgunblaðsmenn kennurunum upp allt ann-
an tilgang með kennslunni, einkum þann að reka pólitískan áróður, og
dæma kennsluna þess vegna óhæfa. Þannig segja Morgunblaðsmenn (6):
„Sjálf hugsunin, sem að baki býr hjá hinum vinstri sinnuðu kennurum, er
forkastanleg. Hún er sú, að þeim beri að notfæra sér þá aðstöðu, sem þeir
hafa til þess að hafa þau áhrif á unglinga sem eru í mótun, að það stuðli
að því að brotið verði niður það þjóðskipulag sem við búum við. Þetta vilja
þeir gera undir því yfirskini, að þeir séu að temja nemendum sínum sjálf-
stæðar skoðanir í stað þess að þeir tileinki sér skoðanir foreldra sinna eða
annarra. I raun og veru er tilgangur þessara kennara einmitt þveröfugur.
Hann er sá að taka unglingana á viðkvæmasta aldri og heilaþvo þá áður en
þeir hafa öðlazt menntun, þroska og yfirsýn til þess að móta sér sjálfstæðar
skoðanir á þjóðfélagsmálum.“
Eftirfarandi tilvitnun er úr forystugrein í Morgunblaðinu í tilefni af
yfirlýsingu frá Félagi menntaskólakennara (13).
(16) „Áhrifamesta leiðin til þess að auka víðsýni nemenda er aukin menntun,
haldgóðar upplýsingar um staðreyndir. Skóli er ekki áróðursmiðstöð heldur
upplýsingamiðstöð. Þar á ekki að stefna að hnjaski heldur þroska og mennt-
un. I skóla eiga nemendur að sækja þekkingu en ekki skoðanir. Skoðanir
geta þeir sótt í stjórnmálaskóla, ef þeim sýnist svo.“
Hér upplýsa ritstjórar Morgunblaðsins landslýð um hvað menntun sé:
„haldgóðar upplýsingar um staðreyndir“! Einhvern tíma sagði einhver
að menntun væri það sem sæti eftir þegar maður hefði gleymt því sem
hann hefði lært, og þótti vel mælt. Annars hefur vafist fyrir mörgum
að skýrgreina hugtakið menntun og mun svo enn þrátt fyrir framlag
Morgunblaðsmanna.
Morgunblaðsmenn segja ennfremur í sömu grein: „I skóla eiga nem-
endur að sækja þekkingu en ekki skoðanir.“ En hvað segja lög og reglu-
gerðir um þetta atriði?
Reglugerð fyrir menntaskóla 1974, 15. grein:
„Kennslan skal í hvívetna miða að því að glæða sjálfstæða hugsun og and-
legan heiðarleik nemenda. Skulu kennarar, eftir því sem hver námsgrein
gefur tök á, veita nemendum tækifæri til að efla dómgreind sina og sann-
girni með því að kynnast ólíkum kenningum og skoðunum, gagnrýna við-
horf og niðurstöður og fella rökstudda dóma. Skal jafnan að því stefnt, að
330