Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 128
Tímarit Máls og menningar
árframburði. Einnig hafði hann hugmyndir um landmótun af völdum
eldfjalla. Þessar athuganir féllu í gleymsku um hríð vegna áhrifa kirkj-
unnar, þangað til Charles Lyell tók upp þráðinn með mun víðtækari rann-
sóknum. Hann tók m. a. til greina að jarðlögin eru misjafnlega gömul
þannig að þau yngstu eru efst en þau elstu neðst. Hann fann mismunandi
leifar um dýralíf og gróður í misgömlum jarðlögum og lagði þannig
sitt af mörkum til þróunarkenningar Darwins sem ég vík að hér á eftir.
Myndun jarðlaganna hlaut að hafa tekið óralangan tíma. Þessar upp-
götvanir Lyells sýndu því sköpunarsöguna í allvafasömu ljósi og hefur
þurft mikla dirfsku til að viðra þær í afturhaldssömu andrúmslofti.
Sennilega er stöðnuð eða „statísk“ hugsun óvíða eins rótgróin og í
sambandi við landslag og jarðfræði. Jafnvel í „landi elds og ísa“ hygg
ég mörgum standi beygur af hjali jarðfræðinga um landmótun, aldur
jarðlaga, landrek o. s. frv. Sér í lagi hlýtur það þó að vera eitur í beinum
þeirra sem una best við óbreytt ástand og hafa hag af viðhaldi þess.
Líffrceðin og Darwin
Tilkoma líffræðinnar sem vísindagreinar er oftast rakin til Svíans Linnés
sem var uppi á 18. öld. Lengi vel fengust líffræðingar fyrst og fremst
við flokkunarfrœði (systematik), þ. e. að greina tegundir dýra og jurta,
skyldleika þeirra og útbreiðslu, en einnig fóru menn snemma að rann-
saka líkamsstarfsemi lífvera. Þessi iðja líffræðinga sætti lítilli andspyrnu
af hálfu ríkjandi þjóðfélagsafla, t. a. m. kirkjunnar. Stöku menn settu
þó fram róttækari hugboð en það dugðu engar teygjubyssur til að brjóta
niður ægivald kirkjunnar á þessu sviði sem var eitt af síðustu vígjum
sköpunarsögunnar. Þegar Charles Darwin lét loks frá sér fara hina frægu
bók Um uppruna tegundanna árið 1859, hafði hann unnið að henni í
þrjá áratugi og studdist ekki aðeins við eigin athuganir heldur dró að sér
föng úr öllum greinum náttúrufræða. M. a. smddist hann við vitnisburð
jarðlaganna um þróun tegundanna með tímanum, við dreifingu tegund-
anna um hnöttinn og við kynbótatilraunir sem gerðar vora á 19. öld. Vegna
hlédrægni og gætni Darwins var þróunarkenningin svo vel röksmdd þegar
hún birtist að hún stóð af sér öll gerningaveður hinnar afmrhaldssömu
kirkju þótt þeim slotaði ekki fyrr en eftir hálfa öld eða ríflega það.
En kirkjan var ekki eina þjóðfélagsaflið sem lét þróunarkenninguna
til sín taka, heldur hefur hún sem kunnugt er haft mikil áhrif á stjórn-
mál og heimspeki svo að eitthvað sé nefnt. Til að mynda var reynt að
350