Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 144
Tímarit Máls og menningar
mér, að þetta fólk vildi mér neitt illt. En hvað ég hafði getað verið mikið
barn!
Nú titraði ég af andlegum bruna til að slást við þennan fjandmannaher,
að hundelta hann á flótta með rökvísi gáfna minna, að brytja hann niður
eins og kál með mælsku tungu minnar.
Það var eins og allt fengi annan svip. Göturnar fengu nýjan tón, hús-
in nýjan söng. Það var allt annar söngur í heimastjórnarhúsi en sjálf-
stæðishúsi. Og sjálfstæðisgatan kvað við annan tón en heimastjórnargatan.
Sumar gömr og sum hús urðu góð, önnur vond, eftir því hvort þau voru
með eða móti millilandafrumvarpinu.“ (Ofvitinn, bls. 86—7. Leturbr. G.P.).
Þórbergur lýsir því hér er hann tók að líta á sín eigin vandræði í
stærra samhengi. Hann uppgötvar allt í einu að þau vandamál, sem hann
hélt að væru bundin við sig einan og sitt nánasta umhverfi — kabyssu-
verkin og kolaburðinn —, eiga rætur sínar að rekja til þjóðfélagsskip-
unarinnar á Islandi og nýlendukerfis dana. Og um leið og Þórbergi verð-
ur Ijóst samhengi hlutanna öðlast líf hans nýja merkingu. Þetta dæmi
sýnir jafnframt að skilningur samfélagsfræðinnar hefur ekki aðeins þýð-
ingu fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir þau félagskerfi sem hann
telst til. En til þess að leiða þetta betur í ljós skulum við líta á eftirfar-
andi dæmi.
I stærri skólum hér á landi hefur um nokkurt skeið verið raðað í
bekki með hliðsjón af frammistöðu nemenda. I efsta bekk hafa verið
settir þeir sem hafa skarað fram úr á síðusm prófum og „tossarnir“
hafa hafnað í lægsta bekk. Þessi röðun fer fram snemma í barnaskóla,
en bekkirnir virðast haldast næstum óbreyttir þar til skyldunámi er lokið.
Samt hafa rannsóknir sálfræðinga og uppeldisfræðinga leitt í Ijós að lít-
ið er að marka frammistöðu nemandans á fyrsm prófum í barnaskóla,
vegna þess að nemendur koma úr mismunandi umhverfi (sumum hefur
til að mynda verið kennt að lesa áður en þeir koma í skóla, á meðan
aðrir eru ólæsir). Þar að auki er bent á að börn þroskast mishratt þannig
að barn sem er „á eftir“ jafnöldrum sínum sex ára gamalt hefur e. t. v.
náð sama þroskastigi tveimur til þremur ámm síðar. Hvernig stendur
þá á því að þeir sem hljóta hið óvirðulega heiti „tossi“ við upphaf skóla-
göngu sinnar eru oft þessu marki brenndir allan þann tíma sem þeir
em í skóla?
Skýringin kann að vera fólgin í því félagskerfi sem skólinn er. Því
hefur nefnilega verið haldið fram að skólinn framleiði tossa. Við skulum
366