Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 144

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 144
Tímarit Máls og menningar mér, að þetta fólk vildi mér neitt illt. En hvað ég hafði getað verið mikið barn! Nú titraði ég af andlegum bruna til að slást við þennan fjandmannaher, að hundelta hann á flótta með rökvísi gáfna minna, að brytja hann niður eins og kál með mælsku tungu minnar. Það var eins og allt fengi annan svip. Göturnar fengu nýjan tón, hús- in nýjan söng. Það var allt annar söngur í heimastjórnarhúsi en sjálf- stæðishúsi. Og sjálfstæðisgatan kvað við annan tón en heimastjórnargatan. Sumar gömr og sum hús urðu góð, önnur vond, eftir því hvort þau voru með eða móti millilandafrumvarpinu.“ (Ofvitinn, bls. 86—7. Leturbr. G.P.). Þórbergur lýsir því hér er hann tók að líta á sín eigin vandræði í stærra samhengi. Hann uppgötvar allt í einu að þau vandamál, sem hann hélt að væru bundin við sig einan og sitt nánasta umhverfi — kabyssu- verkin og kolaburðinn —, eiga rætur sínar að rekja til þjóðfélagsskip- unarinnar á Islandi og nýlendukerfis dana. Og um leið og Þórbergi verð- ur Ijóst samhengi hlutanna öðlast líf hans nýja merkingu. Þetta dæmi sýnir jafnframt að skilningur samfélagsfræðinnar hefur ekki aðeins þýð- ingu fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir þau félagskerfi sem hann telst til. En til þess að leiða þetta betur í ljós skulum við líta á eftirfar- andi dæmi. I stærri skólum hér á landi hefur um nokkurt skeið verið raðað í bekki með hliðsjón af frammistöðu nemenda. I efsta bekk hafa verið settir þeir sem hafa skarað fram úr á síðusm prófum og „tossarnir“ hafa hafnað í lægsta bekk. Þessi röðun fer fram snemma í barnaskóla, en bekkirnir virðast haldast næstum óbreyttir þar til skyldunámi er lokið. Samt hafa rannsóknir sálfræðinga og uppeldisfræðinga leitt í Ijós að lít- ið er að marka frammistöðu nemandans á fyrsm prófum í barnaskóla, vegna þess að nemendur koma úr mismunandi umhverfi (sumum hefur til að mynda verið kennt að lesa áður en þeir koma í skóla, á meðan aðrir eru ólæsir). Þar að auki er bent á að börn þroskast mishratt þannig að barn sem er „á eftir“ jafnöldrum sínum sex ára gamalt hefur e. t. v. náð sama þroskastigi tveimur til þremur ámm síðar. Hvernig stendur þá á því að þeir sem hljóta hið óvirðulega heiti „tossi“ við upphaf skóla- göngu sinnar eru oft þessu marki brenndir allan þann tíma sem þeir em í skóla? Skýringin kann að vera fólgin í því félagskerfi sem skólinn er. Því hefur nefnilega verið haldið fram að skólinn framleiði tossa. Við skulum 366
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.