Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 153
bókinni sem er mjög góður. Þó hafa
slæðst með fáeinar villur og er það mið-
ur, því lesandi getur stundum verið í
vafa með jafnhagan orðasmið og Thor,
hvort prentvilla sé eða nýyrði. Leitt var
og að sjá bókstafinn zetu í notkun.
Silja Aðalsteinsdóttir
HRAFNKELS SAGA Á NÝJAN LEIK
1 Fá rit, eða engin, hafa haft slík áhrif
á rannsóknir Islendingasagna á seinni
áratugum og bæklingur Sigurðar Nor-
dals Hrafnkatla (Smdia Islandica 7) frá
1940. Að vísu höfðu sumir vísinda-
menn áður dregið sagnfræðilegt gildi
Hrafnkels sögu í efa, a. m. k. í einstök-
um atriðum. En niðurstaða Nordals var
eindregnari og djarfari en hjá þessum
fyrirrennurum; hann orðaði hana þann-
ig: „Aðalviðburðirnir, sem Hrafnkatla
segir frá, hafa aldrei gerzt: hrakningur
Hrafnkels frá Aðalbóli, uppgangur hans
á Hrafnkelsstöðum, endurheimt hins
fyrra ríkis hans.“ (66) Þessi ævisaga
Hrafnkels er með öðrum orðum hug-
smíð ákveðins höfundar og þannig sam-
bærileg við síðari tíma skáldsögur.
Ályktun Nordals var miðuð við
Hrafnkels sögu eingöngu. En þar sem
sú saga hafði almennt verið talin byggð
á traustum grunni forníslensks veru-
leika, varð niðurstaða Nordals til þess
að veikja trú fræðimanna (ef ekki al-
mennings) á sannsögulegu gildi Islend-
ingasagna yfirleitt. „Bókfesmkenningin"
svokallaða fékk þar með byr undir
vængi.
Á þeim aldarfjórðungi sem er liðinn
eftir að Nordal setti fram skoðun sína,
hafa margir skrifað um Hrafnkels sögu,
mjög í anda hans. Þannig hafa menn
Umsagnir um btekur
rannsakað samband sögunnar við aðrar
bókmenntir og Iist hennar — enda hafði
Nordal hvatt okkur til að gleyma nú
ellibelg Islendingasagnanna, hinum
dauða fróðleik, og snúa okkur í staðinn
að hinni lifandi sál þeirra: frásagnarlist,
mannlýsingum, hugmyndaheimi. Það
hefur einnig verið reynt að túlka Hrafn-
kels sögu í ljósi samtíðar höfundarins.
Hún hefur t. d. verið lesin sem há-
kristileg miðaldadæmisaga, eða sem
mynd af stétta- og valdabarátm Sturl-
ungaaldar.
2 Stefna rannsókna í slíkum efnum og
um munnlega geymd eða skáldskap í
íslendingasögum hefur ósjaldan verið
mörkuð gagnstæðum grundvallarskoð-
unum vísindamanna og sveiflast til
beggja hliða á víxl, stundum e. t. v. aðal-
lega vegna þess að menn hafa lagt mis-
munandi áherslu á ýmis atriði, en stund-
um vegna þess að nýjar staðreyndir hafa
komið til skjalanna og breytt viðhorfi
manna. Á seinni árum hefur þannig
aftur orðið vart við vaxandi trú á arf-
sagnir og munnmæli sem undirstöðu
hinna rituðu Islendingasagna. Ekki síst
hefur þýskur fræðimaður, Dietrich Hof-
mann, lagt mikla áherslu á að munnleg
frásagnarlist hafi verið víða ræktuð og
í heiðri höfð á miðöldum, einnig iöngu
eftir að sögur ritaðar á skinn komu til
greina.
Það er því engin tilviljun að nýlega
hafa bæði Hofmann og Oskar Halldórs-
son, óháðir hvor öðrum, reynt að hrekja
röksemdafærslu Sigurðar Nordals og
endurreisa trú manna á munnmælahefð
í einmitt Hrafnkels sögu. Ritgerð Hof-
manns nefnist „Hrafnkels und Hallfreðs
Traum: Zur Verwendung múndlicher
Tradition in der Hrafnkels saga Freys-
goða“ (Draumur Hrafnkels og Hall-
375