Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 153

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 153
bókinni sem er mjög góður. Þó hafa slæðst með fáeinar villur og er það mið- ur, því lesandi getur stundum verið í vafa með jafnhagan orðasmið og Thor, hvort prentvilla sé eða nýyrði. Leitt var og að sjá bókstafinn zetu í notkun. Silja Aðalsteinsdóttir HRAFNKELS SAGA Á NÝJAN LEIK 1 Fá rit, eða engin, hafa haft slík áhrif á rannsóknir Islendingasagna á seinni áratugum og bæklingur Sigurðar Nor- dals Hrafnkatla (Smdia Islandica 7) frá 1940. Að vísu höfðu sumir vísinda- menn áður dregið sagnfræðilegt gildi Hrafnkels sögu í efa, a. m. k. í einstök- um atriðum. En niðurstaða Nordals var eindregnari og djarfari en hjá þessum fyrirrennurum; hann orðaði hana þann- ig: „Aðalviðburðirnir, sem Hrafnkatla segir frá, hafa aldrei gerzt: hrakningur Hrafnkels frá Aðalbóli, uppgangur hans á Hrafnkelsstöðum, endurheimt hins fyrra ríkis hans.“ (66) Þessi ævisaga Hrafnkels er með öðrum orðum hug- smíð ákveðins höfundar og þannig sam- bærileg við síðari tíma skáldsögur. Ályktun Nordals var miðuð við Hrafnkels sögu eingöngu. En þar sem sú saga hafði almennt verið talin byggð á traustum grunni forníslensks veru- leika, varð niðurstaða Nordals til þess að veikja trú fræðimanna (ef ekki al- mennings) á sannsögulegu gildi Islend- ingasagna yfirleitt. „Bókfesmkenningin" svokallaða fékk þar með byr undir vængi. Á þeim aldarfjórðungi sem er liðinn eftir að Nordal setti fram skoðun sína, hafa margir skrifað um Hrafnkels sögu, mjög í anda hans. Þannig hafa menn Umsagnir um btekur rannsakað samband sögunnar við aðrar bókmenntir og Iist hennar — enda hafði Nordal hvatt okkur til að gleyma nú ellibelg Islendingasagnanna, hinum dauða fróðleik, og snúa okkur í staðinn að hinni lifandi sál þeirra: frásagnarlist, mannlýsingum, hugmyndaheimi. Það hefur einnig verið reynt að túlka Hrafn- kels sögu í ljósi samtíðar höfundarins. Hún hefur t. d. verið lesin sem há- kristileg miðaldadæmisaga, eða sem mynd af stétta- og valdabarátm Sturl- ungaaldar. 2 Stefna rannsókna í slíkum efnum og um munnlega geymd eða skáldskap í íslendingasögum hefur ósjaldan verið mörkuð gagnstæðum grundvallarskoð- unum vísindamanna og sveiflast til beggja hliða á víxl, stundum e. t. v. aðal- lega vegna þess að menn hafa lagt mis- munandi áherslu á ýmis atriði, en stund- um vegna þess að nýjar staðreyndir hafa komið til skjalanna og breytt viðhorfi manna. Á seinni árum hefur þannig aftur orðið vart við vaxandi trú á arf- sagnir og munnmæli sem undirstöðu hinna rituðu Islendingasagna. Ekki síst hefur þýskur fræðimaður, Dietrich Hof- mann, lagt mikla áherslu á að munnleg frásagnarlist hafi verið víða ræktuð og í heiðri höfð á miðöldum, einnig iöngu eftir að sögur ritaðar á skinn komu til greina. Það er því engin tilviljun að nýlega hafa bæði Hofmann og Oskar Halldórs- son, óháðir hvor öðrum, reynt að hrekja röksemdafærslu Sigurðar Nordals og endurreisa trú manna á munnmælahefð í einmitt Hrafnkels sögu. Ritgerð Hof- manns nefnist „Hrafnkels und Hallfreðs Traum: Zur Verwendung múndlicher Tradition in der Hrafnkels saga Freys- goða“ (Draumur Hrafnkels og Hall- 375
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.