Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 154

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 154
Tímarit Aláls og menningar freðar: Um notkun munnmæla í Hrafn- kels sögu) og birtist í tímaritinu Skandi- navistik, 1. hefti 1976. En á sama ári kom út sérstakt rit eftir Oskar um sama efni: Uppruni og þema Hrafnkels sögu (Fræðirit 3 frá Rannsóknarstofnun í bókmenntafræði við Háskóla Islands). Rök þau sem þeir Hofmann og Osk- ar beita eru mjög sviplík, og niður- stöður þeirra svo að segja samhljóða. En þar sem rannsókn Oskars er víðtæk- ari ætla ég í þessum ritdómi að fjalla um hana, en bendi um leið á vissar at- hugasemdir sem Hofmann kann að hafa umfram Óskar. 3 Eitt atriði hjá bæði Hofmann og Oskari er auðvitað nákvæmur saman- burður á Hrafnkels sögu og öðrum heimildum um Hrafnkel Freysgoða, þótt fátæklegar séu. En þar kemur fyrst og fremst til greina frásögn Landnámabók- ar um landnám hans. Þar er sagt frá því að maður að nafni Hrafnkell Hrafns- son hafi komið út „síð landnámstíðar" og hafi dvalið „enn fyrsta vetr í Breið- dal“. En um vorið eftir hafi hann farið „upp um fjall“, áð í Skriðudal og sofnað. Þá „dreymði hann, at maðr kom at hon- um ok bað hann upp standa ok fara braut sem skjótast; hann vaknaði ok fór brutt. En er hann var skammt kominn, þá hljóp ofan fjallit allt, og varð undir gOltr ok griðungr, er hann átti.“ Eins og kunnugt er, er þessi atburður einnig í upphafi Hrafnkels sögu, en ekki al- veg eins. Þannig er aðalpersónan þar faðir Hrafnkels, en hann er nefndur Hallfreður. Hallfreð dreymir draum sinn í Geitdal en ekki í Skriðudal, og undir urðu ekki gölmr og griðungur heldur gölmr og hafur. Þrátt fyrir þennan mismun er auð- vitað enginn efi á að átt er við sama atburð. Sigurður Nordal vildi skýra frá- vikin í sögunni með því að höfundur hennar hafi þekkt frásögnina úr Land- námu, en hafi svo breytt henni til sam- ræmis við þá sögu sem hann var að setja saman. En í augum Oskars er slíkt samband við Landnámu ekki sannað mál. I staðinn finnst honum mismunur- inn bera greinilegan vott um slíkar breytingar sem arfsagnir eru alltaf að taka í munnlegri geymd, þar sem ýmsum atriðum hefur verið breytt, en heildar- svipurinn er eins. Allt bendi til þess að þessar frásagnir séu eðlileg afbrigði sama munnmælis. Hofmann er hér yfirleitt sömu skoð- unar og Oskar. En hann færir þar að auki fram eigin athyglisverð rök. Hon- um finnst breytingar sögunnar gagnvart Landnámu varla verða skýrðar út frá sögunni sjálfri, heldur séu þær frá því sjónarmiði frekar til hins verra („eine Verschlechterung“ 22). Höfundurinn hafi vel getað notað frásögnina eins og hún var í Landnámu. Hvers vegna dreymir Hallfreð en ekki Hrafnkel sem er þó aðalpersóna? Hallfreður hverfur úr sögunni á lítt „sögulegan" hátt. Við heyrum ekki einu sinni frá láti hans. Var hann lifandi þegar sonur hans var rekinn frá Aðalbóli? Hvað varð um bæ hans, Hallfreðarstaði? Hvers vegna sótti Hrafnkell ekki styrk þaðan í öngþveiti sínu? Sagan segir þó, að Hallfreður bjó á bæ sínum „til elli“, og að þeir feðgar riðu „jafnan hvárir til annarra, því at gott var í frændsemi þeira". En ef við göngum út frá því að höfundurinn hafi mótað efnið eftir eigin geðþótta, finnst manni einkennilegt að hann skyldi hafa skilið slíka „lausa þræði“ eftir. Hofmann gagnrýnir einnig þá uppá- stungu Nordals að höfundur Hrafnkels sögu hafi breytt nafninu Skriðudal í 37 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.