Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 174
Tímarit Máls og menningar
skopstæling. Þeir urðu að gera þetta,
því að annars hefði þeim alls staðar
verið hafnað og þeir verið yfirgefnir af
öllum, svo ákafan stuðning hafði þessi
bylting hlotið um allan heim.“25
Þau sterku áhrif, sem kommúnan
hafði bæði á borgarastétt og öreiga,
sýndi að áhrifamáttur samfélagslegrar
stéttaskiptingar er miklum mun meiri
en alls þess hugmyndafræðilega og jafn-
vel efnislega mismunar sem er að finna
innan hverrar sérstakrar stéttar. Það sem
lá þessum sterku áhrifum til grundvall-
ar, var ekki hin sérstaka stefnuskrá
kommúnunnar, hvort sem hún gerði ráð
fyrir sambandsstjórn eða miðstjórn. Það
réði ekki heldur úrslitum, hvort það var
á dagskrá að svipta borgarastéttina eign-
um sínum eða hvort sá möguleiki var
einungis fyrir hendi. Það sem mestu
skipti var sú einfalda staðreynd, að stór
hluti verkalýðsstéttarinnar vísaði drottn-
un borgarastéttarinnar á bug, vopnaðist
og bjóst til að ráða örlögum sínum sjálf-
ur. Hið villimannlega svar borgarastétt-
arinnar við þessari fyrsm og heldur
veikburða tilraun öreiganna til sjálfs-
ákvörðunar afhjúpaði fyrir verkalýð alls
heimsins, en ekki bara öreigum Parísar,
hina takmarkalausu heift stéttaróvinar-
ins og algeran skort hans á sáttfýsi. Alls
staðar fylkti verkalýðurinn sér til sam-
stöðu með verkamönnum Parísar, alger-
lega óháð þeim ólíku skoðunum á fræði-
kenningu og starfi, sem var að finna
innan verkalýðshreyfingarinnar. Þess
vegna er það út í hött að leita að ástæð-
um þess að Marx gerðist verjandi komm-
únunnar. Það sem greindi Marx frá
kommúnördunum skipti engu máli and-
spænis naktri baráttu milli borgarastétt-
ar og öreiga. Það sem tengdi Marx við
kommúnuna voru þessi beinu átök, sem
útilokuðu allt annað en vörn kommún-
unnar — eins og hún var. Ekki má líta
á eftirmæli Marx um Borgarastríðið í
Frakklandi, sem hann ritaði í miklum
flýti, sem leiðbeiningarit um öreigabylt-
ingu og uppbyggingu sósíalísks ríkis, -
ekki síst vegna þess að Marx áleit bæði
fyrir og eftir, svo og á meðan á hruni
kommúnunnar stóð, að tilverumöguleik-
ar hennar væru engir. Tíu árum síðar
skrifaði hann Nieuwenhuis: „Þér bend-
ið mér ef til vill á Parísarkommúnuna,
en burtséð frá þvi að hún var einungis
uppreisn í einni borg og við í hæsta
máta óvenjulegar aðstæður, þá var meiri-
hluti kommúnarda alls ekki sósíalistar
og gátu heldur ekki verið það. Með
smáræði af heilbrigðri skynsemi hefðu
þeir þó getað náð málamiðlun við Ver-
sali sem gagnað hefði öllum fjöldanum.
Lengra varð ekki náð við þessar að-
stæður. Með því að gera Banque de
France upptækan hefðu þeir bundið
enda á steigurlæti Versalabúa og skotið
þeim skelk í bringu, o. s. frv. o. s. frv.“26
Hversu vonlaus sem barátta komm-
únunnar var, kom þar þó fram, hve al-
ræði öreiganna er nauðsynlegt til að
brjóta hið borgaralega ríki á bak aftur.
En ekki er hægt að líta á kommúnuna
sem fyrirmynd kommúnisks ríkis, eins
og Lenín hélt fram, þótt ekki væri nema
vegna þess, að raunverulegt „lokamark-
mið verkalýðsbaráttunnar er ekki neitt
„lýðræðislegt", „valddreift" né heldur
„ráðstjórnar“ríki, heldur stéttlaust og
ríkislaust samfélag."27
I ríkiskenningu Leníns hafði komm-
únan úrslitaþýðingu, ekki vegna raun-
verulegs inntaks hennar, heldur vegna
hins að Marx og Engels höfðu prísað
hana sem alræði öreiganna og Lenín
taldi rétt að skjóta sér á bak við áhrifa-
vald þeirra. Upptendraður af bylting-
unni og andstætt þeirri fyrri sannfær-
396