Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 136
136
ingu og styrkja sjálfsmynd. Af þessu má álykta að söfn gegni veigamiklu
hlutverki í mótun gildismats og viðmiða. Eilean Hooper-Greenhill5 bend-
ir á í bók sinni Museums and the interpretation of visual culture að hugmynd-
in um menntunarhlutverk safna á sér langa sögu og er óaðskiljanlegur
þáttur safnastarfs – ef ekki megintilgangur þess – en markmið, umfang og
leiðir hafa lengi verið ágreiningsefni í faglegri umræðu. Að hennar mati
stafar þessi óvissa eða hræðsla við menntunarhlutverk safna af vanþekk-
ingu innan safna á þeirri gífurlegu breytingu sem átt hefur sér stað innan
menntunarfræða á 20. öld.6 Þetta þýðir að safnastarf hefur í raun ekki
tekið mið af breyttum áherslum og nýrri stefnum innan menntunarfræða.
Breytingarnar felast ekki einvörðungu í aðferðum við kennslu heldur
einnig hugmyndum um það hvernig þekking verður til. Söfn gegna lykil-
hlutverki fyrir almenning sem staðir til að læra á og ýta undir skapandi
hugsun og kunnáttu fullorðinna og barna.7
Í greininni er dregin upp mynd af þróun og möguleikum eða „ómögu-
leikum“ safnfræðslu í sögulegu, félagslegu og menningarlegu samhengi.
Hugmyndir um söfn sem námsvettvang eru skoðaðar og safnastarf mátað
við námskenningar. Rýnt er í umfjöllun um menningararf frá sjónarhóli
menntunarfræða. Þróun safnfræðslu er reifuð og leiðir að fræðslumark-
miðum skoðaðar. Þá eru lagarammar skoðaðir sem og stefnumótun og
mennt unarhlutverk safna. Leitast er við að sýna fram á mikilvægi faglegrar
nálgunar í fræðslustarfi á forsendum safngesta sem er í anda félagslegrar
hugsmíðahyggju og nýrrar safnafræði.
Söfn sem námsvettvangur
Að læra felur í sér virkt ferli þar sem merking fæst með skynjun, líkamlegri
upplifun og örvun fyrir hugann. Að læra er félagsleg athöfn því að það
felur í sér náin tengsl við aðrar manneskjur. Fólk lærir í tengslum við það
háskólarektors 5. nóvember 2004, Reykjavík: Háskólaútgáfan og umboðsmaður
barna, 2005, bls. 56.
5 Eilean Hooper-Greenhill er einn af öflugustu rannsakendum á sviði safnfræðslu
og hefur gefið út fjölda bóka er tengjast menntunarhlutverki safna. Hún gegndi
lykilstöðum í safnafræði við háskólann í Leicester, UK, frá 1996–2008.
6 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the interpretation of visual culture, bls. 1.
7 David Anderson, „A common wealth: museums in the learning age. A report to
the Department for culture, media and sport“, útprent af skýrslu er kynnt var á
ráðstefnu Museum directors and educators, Amsterdam, 28. september 2000. Vefslóð:
http://www.culture.gov.uk/reference_library/publications/4717.aspx. Sótt 24. jan-
úar 2007.
ALMADÍS KRiSTinSDÓTTiR