Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 4
Nauðsyn fornminjarannsókna á Austurlandi
Ekki fer hjá því, þegar maður les frásögn þá eftir Daniel Bruun, er birtist
í þessu hefti, að sú spurning vakni, hversu sé komið fornminjarannsóknum á
Austurlandi á okkar tíð.
Þarna höfum við fyrir okkur frásögn manns, er gerði sér ferðir frá Dan-
mörku fyrir meira en 70 árurn til að grúska í rústum selja, eyðihýla og þing-
búða, jafnvel til að grafa upp kuml. Ætla mætti, að vel hafi verið áfram hald-
ið rannsóknum þessum af hálfu íslendinga sjálfra þá áratugi sem síðan eru
liðnir. Þó er það svo, að þegar frá eru taldar rannsóknir þær, sem fram-
kvæmdar hafa verið í Papey, en henni munu þegar hafa verið gerð allgóð
skil, hefur fátt verið rannsakað hér eystra.
Getur slíkt engan veginn talizt vanzalaust, ekki sízt þar sem vitað er, að hér
liggja undir sverði skoðunarverðir hlutir, að ekki sé fastar að orði kveðið.
Friðlýstar fornminjar, órannsakaðar, skipta tugum á Austurlandi. Þar á
meðal eru hinir fornu verzlunarstaðir við Reyðarfjörð og Berufjörð. 1 Fossár-
dal eru órannsakaðar fornar rústir, meðal annas rústir kirkjustaðar. A Bakka
í Borgarfirði bíður mikil rústadyngja athugunar en þar má ætla að byggingar
hafi staðið allt frá landnámsöld, enda hafa merkir hlutir fornir komið í ljós
í gilvanganum utan undir rústunum þar sem farið er að hrynja úr þeim. Hver
veit nema þar leynist ekki ómerkari hlutir, en þó svo að takist að hafa upp á
hlóðarsteini þeim, er Ingólfur heitinn ornaði sér á suður við Aðalstræti endur
fyrir löngu. Er þó fjarri mér að kasta rýrð á rannsóknir þær er þar hafa farið
fram.
Um eða laust fyrir síðustu aldamót, er enn stóð bær á Bakka, kom mikil
hella í ljós, er grafið var þar fyrir undirstöðum að vegg í bæjarhólnum. Var
hellu þessari lyft og gaf að líta undir henni holrúm eða göng. Vildi unglingur,
er þarna var að starfi, skríða þar niður, en húsbóndinn bannaði og var hell-
an aftur felld í sitt fyrra far, en lausamold mun áður hafa verið mokað niður
í hið ókannaða holrúm.
Var þarna jarðhús? Það veit enginn enn og ég hef ekki trú á, að þessar
rústir né aðrar hér eystra verði rannsakaðar í bráð og ef til vill aldrei, nema
því aðeins að við Austfirðingar höldum vöku okkar í þessum málum og knýj-
um á dyr réttra aðila. Eg tek Bakka sérstaklega sem dæmi, ekki vegna þess,
að ég haldi í sjálfu sér þar vera merkari rústir en víða annars staðar hér
fyrir austan, heldur af þeim sökum, að þar er ég kunnugastur .
Þessari upptalningu skal ekki fram haldið öllu lengur en ég get ekki stillt
mig urn að nefna nöfn eins og Freysnes í Fellum, Þingmúla í Skriðdal, Kraka-
læk í Hróarstungu og Lambanes í Hjaltastaðaþinghá til að minna á forvitni-
lega staði.
Þá mun ekki dæmalaust, að hér eystra viti menn um kuml, þar sem forvitni-
legir hlutir hafa komið í ljós við uppblástur, en eigi verið sinnt af þeim sem
hér eiga um að fjalla.
2
MÚLAÞING