Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 199
1918 og telja lieimildir, að í ritum þessum sanni hann skyldleika
forngrænlenzkrar og forníslenzkrar húsagerðar. Einnig ritaði hann
um norrænar byggðir á Grænlandi bókina Erik den Rytde og Nord-
bokolonierne i Gr0nland. Bókin kom út 1915 og á ný 1931 og er
talin hið merkasta verk. Einnig ferðaðist hann mikið um ísland,
Færeyjar og Noreg og jafnan ritaði hann mikið um ferðir sínar.
Ekki er mér kunugt um, hversu margar ferðir Daniel Bruun fór
til Islands, en þær virðast hafa verið allmargar.
Hann efndi í flokk rita, er hann nefndi STUDIER AF NORD-
BOERNES KULTURLIV I FORTID OG NUTID. Árið 1902 eru
þegar komin út í þessum flokki eftirtalin rit:
I. FORTIDSMINDER OG NUTIDSHJEM PAA ISLAND. Ori-
enterende undersdgelser foretagne i 1896. Gefið út 1897.
II. 1. hefti. GJENNEM AFFOLKEDE BYGDER paa Islands
indre Hpjland. Underspgelser foretagne i 1897. (Hertil NOKK-
URAR EYDIBYGDIR i Arnesysslu, Skagafjarðardölum og Bárð-
ardal, Reykjavík 1898).
II. 2. hefti. ARKÆOLOGISKE UNDERS0GELSER PAA IS-
LAND, foretagne i Sommeren 1898.
III. 1. hefti. HESTEN I NORDBOERNES TJENESTE paa Is-
land, Færperne og Grpnland.
IV. 1. hefti. VED VATNA JÖKULLS NORDRAND, Underspg-
elser foretagne i sommeren 1901 paa Islands 0stland, sem birt er
hér að framan í íslenzkri þýðingu. (Kom út 1902).
Þá hafði höfundur og ritað þættina TURISTROUTER PAA IS-
LAND I, (i dansk Turistforenings Aarskrift, 1898) og TURIST-
ROUTER PAA ISLAND II, TVÆRS OVER K0LEN, (í sama riti
1899).
Nöfn þessara rita gefa hugmyndir um ferðir höfundarins á ís-
landi fram til ársins 1901.
Annars mun ritverk Daniels Bruuns víða að finna, annað hvort
sjálfstæð eða í safnritum. Þannig er þáttur sá, er hér birtist að
framan, og er sem áður greinir, IV. 1. hefti í safninu STUDIER
AF NORDBOERNES KULTURLIV I FORTID OG NUTID, jafn-
framt kynntur á titilblaði sem sérprentun úr Geografisk Tidskrift.
MULAÞING
197