Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 61
okkar og lögðum af stað fótgangandi, því ná skyldi að Eiðum
þennan dag.
Nú lá leiðin upp Fagradal og yfir Fönn til Fljótsdalshéraðs. En
mikið fannst mér þessi Fagridalur langur og Ijótur, en allt tekur
enda í heimi hér og við príluðum ofan yfir Fönn, og inn að Sleð-
brjót, ef ég man rétt. Vorum ferjaðir yfir Jökulsá og nú lá leiðin
yfir Hróarstungu og hvílík djöfuls andstyggð; klettar, hryggir og
forblaut mýrarsund á milli, ferjaðir yfir Lagarfljót frá Litla-Steins-
vaði og nú var ég orðinn svo þreyttur, að ég gaf skít í Lagarfljóts-
orminn, sem félagar mínir voru að hræða mig á.
Heimkomnir að Eiðum gistum við hjá skólastjóranum, sem þá
var séra Asmundur Guðmundsson, síðar biskup yfir Islandi. Hann
var ekki heima en kona hans tók á móti okkur af rausn og bjó okkur
beztu hvílur. Háttaður um kvöldið hafði ég orð á því, að mér
fyndist frúin falleg kona. „Helvíti er að heyra í strákkvikindinu,“
sagði einn félagi minn, „varla kominn af barnsaldri og þó farinn
að renna girndaraugum til kvenna.“
„Mér væri nú skömm að stærðinni, ef ég gerði það ekki,“ svaraði
ég, sneri mér á hina hliðina og steinsofnaði.
Daginn eftir fórum við yfir Vestdalsheiði til Seyðisfjarðar. Þar
var okkur komið fyrir á litlu veitingahúsi, er rekið var af konu,
sem Rósa hét, ef ég man rétt. Þetta var lítið hús og furðaði ég mig
á því, hve margir komust þarna fyrir, en þarna leið mér vel og í
endurminningunni er þetta litla hús bezta hótelið, sem ég hef dvalið
á um dagana.
Á Seyðisfirði dvöldum við nú á aðra viku. Fyrstu dagana vorum
við að dútla við ýmsan undirbúning, en svo lauk því og nú hófst
hið eftir bátsferð til Hornafjarðar. Mér þótti þessi bið góð, hélt
mig heima hjá Rósu og leið vel. En Adam var ekki lengi í Paradís.
LFm kaffileytið annan dag biðtímans var allt í einu kominn heljar-
mikill dallur til Seyðisfjarðar með salt. Nú vantaði menn í uppskip-
un og vorum við símamenn beðnir að koma í vinnu. Þetta var í raun
réttri skipun en ekki beiðni, því eins og allir þekkja, hefur Land-
síminn alltaf fjárglöggur verið og sá sér nú leik á borði að koma
okkur í vinnu, því þá þurfti hann ekki að borga okkur kaup á með-
an.
MULAÞING
59