Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 82
Unni sr. Éinar hinni ungu konu sinni og lofar hana fyrir góSa
heimilisforstöðu, þótt fátæktin væri þeim jafnan fylgispök. Þó er
svo að sjá sem Ólöf hafi ekki alltaf verið heil heilsu. Kemur það t.
d. fram í 55. erindi Æviflokksins:
„Blómgaðist þá búið að nýju
með barnaheill og blessun meiri.
Undir krossi lá Ólöf þessi
í barnsburði þó blessuð væri.“
Til hins sama bendir 93. erindi áðurnefnds kvæðis, þar sem
hann segir, að hún hafi verið „hugveik stundum“. Af því mætti á-
lykta, að þessi „kross“ hafi verið geðsjúkdómur. Sama kemur fram
í „Barnatöluflokki“ sr. Einars, og er þar sýnilega gefið í skyn, að
sum börnin hafi erft þennan sjúkdóm móðurinnar.
Svipað kemur í ljós í 180. erindi Ævisöguflokksins:
„Ketill og Anna kenndu líka
hryggðarskóla af herrans vendi.“
Mikið happ var það fyrir sr. Einar, að vinur hans og skólabróðir,
sr. Guðbrandur Þorláksson, varð biskup að Hólum um þetta leyti,
en þeir höfðu verið samtímis í skóla að Hólum í æsku; voru á svip-
uðum aldri, en þó var Guðbrandur litlu yngri, eða nánar til tekið
þremur árum.
Veitti biskup honum styrk af uppbótafé því, sem ætlað var fá-
tækum prestum, og biskup útvegaði af klausturfé, lánaði honum oft
af eigin fé, eins og bezt kom fram á útmánuðum 1574. Þá var séra
Einar orðinn algerlega bjargarlaus og heyþrota, svo að ekki var
sýnna en að hann mundi flosna upp. Leitaði hann þá til sr. Sigurðar
á Grenjaðarstað og baðst aðstoðar. Liðsinnti sr. Sigurður honum
nokkuð, og skrifaði jafnframt biskupi bréf og tjáði honum neyð sr.
Einars og fátækt. Brást biskup bæði fljótt og vel við, bað sr. Sigurð
og sr. Illuga í Múla að liðsinna sr. Einari, á sína ábyrgð og sinn
kostnað, fram til krossmessu, með því að sr. Einar mundi ekki koma
því við að sækja björg til Miklagarðs, er var útibú frá Hólum. Er
þetta allt að finna í bréfabók biskups bls. 68-69, en þar er bréf frá
honum til sr. Sigurðar að Grenjaðarstað. Þar segir svo:
80
MÚLAÞING