Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 96
„Pæst hér bæði fiskur og hey
og fleiri önnur veiöi,
ef búmannsyrkj an bilaði ei
og bænin fyrir þeim greiði
og þénarar segðu ei nokkru nei,
af nöldran verður leiði;
ef dyggðin engin dregst í hlé,
Drottinn lætur brauð í té,
en letin landið eyðir.“ (26. er.)
Verzlun landsins er óhagstæð og bagar landslýðinn,
„því útlend þjóðin veit að vér
verðum öllu að játa.“ (27. er.)
En lyfstein þekkir skáldið við meinsemdum slíkum:
„En vildi fólkið sjá að sér,
af sinni heimsku láta,
að kaupa ei, það þarfnazt getur,
þá færi allt í landi betur;
það er minn grunur og gáta.“ (27. er.)
Og hvernig sem allt byltist og breytist, og hver svo sem afstaða
landsmanna verður til föðurlands síns, þá fullvissar skáldið les-
endur sína um það, að hann muni ætíð verða aðdáandi og unnandi
lands síns og fela það varðveizlu guðs:
„Því vil ég elska ísaláð
og yfir það kalla drottins náð,
en aldrei af því láta.“ (31. er.)
Séra Einar Sigurðsson hlýtur fyrst og fremst að kallast sálma- og
trúarskáld, því segja má, að allur hans skáldskapur sé, að ein-
hverju leyti, andlegs eðlis. Allt verður honum að efni í lofsöngva
til Guðs síns, bænarstef, þakkarljóð og kristilegar áminningar. Hið
langa og merka kvæði hans „Ævisöguflokkur“ ber þessu ljóst
vitni. Skáldið þakkar Guði sínum fyrir, næstum að segja, hvert
andartak ævinnar, og þótt lífið hafi verið honum erfitt, oft og tíð-
94
MÚLAÞING