Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 84
sagt, aS guðsorðs vegna og kristilegrar kenningar, muni vel þörf
vera, þótt þér hefðuS í svo fjarlægum stað eina vellærða, dyggva og
trúa persónu, ySur til létta og umsjónar, hvað ég þenki þér meigiS
óhræddur þessum til trúa . . . Þér vitið, að svo hæfir, að þeir dug-
legastir eru og bezt þjóna, hafi bezt laun af guðs altari, þá því
verður við komið. Hann skal ígen vera hollur og trúr, og til æru
og sæmdar, og í guðsorði hinn trúasti samverkari.“
MeS þessu bónarbréfi sýnir biskup, ljóslega, hversu mikils hann
metur sr. Einar, og hve mikið kapp hann leggur á að bæta hag
hans og efnalegar aðstæður, þótt ekki bæri það tilætlaðan árangur
í þetta skipti. Séra Einar fékk ekki Hof og sat enn lengi að Nesi við
óbættan hag.
Jafnan var sr. Einar þakklátur biskupi, og bar til hans einlægan
vinarhug. Kemur það víða fram í kvæðum hans, og má í því sam-
bandi nefna Ævisöguflokkinn og kvæðið um Island, en ljósast kem-
ur vinátta og virðing sr. Einars í garð biskups fram í kvæðinu
„Móðurjarðar guð gerSi“ sem er lofkvæði, víðast í fjórum erind-
um, en í einu handriti eru þau aðeins þrjú.
Þá fyrst tók að vænka hagur sr. Einars, er Oddur, sonur hans,
komst til manns. Hafði hann notið stuðnings sr. Björns Gíslasonar
til skólanáms að Hólum, og síðan menntað sig erlendis, hjá víðfræg-
um lærdóms- og vísindamönnum t. d. Tycho Brahe; en þegar hann
var orðinn skólameistari að Hólum, tók hann Ólaf hálfbróður sinn
til sín og kostaði hann til náms. Um það farast sr. Einari orð á
þessa leið í 63. erindi Ævisöguflokksins:
„Oddur tók þá af manndómi
Ólaf bróður sinn inn í skóla.“
Sjálfur tók Guðbrandur biskup Gísla, son sr. Einars, heim til sín
að Hólum, til uppeldis og fræðslu. Þegar Gísli biskup andaðist,
sendi Guðbrandur biskup Odd skólameistara Einarsson með bréf
til höfuðsmanns, þar sem hann segist engan vita betri en Odd, til
biskupskjörs. Kepptu þeir síðan um stöðuna, Oddur og sr. Stefán
Gíslason að Odda, en hann var sonur hins nýlátna biskups. Fóru
leikar svo, að Oddur bar sigur af hólmi.
Sumarið 1589, þegar Oddur biskup hafði hafið yfirreið um
82
MÚLAÞING