Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 164
Þann 27. júlí riðum við upp yfir Þórdalsheiði til Skriðdals, þar
sem athugaðar voru fornminjar á bænum Þingmúla. Bærinn stend-
ur, sem nafnið bendir til, við múlann milli Skriðdalsár og Gríms-
ár*. Hér var Múlaþing háð, að áliti Kaalunds,2 en það var eitt
hinna reglubundnu þinga Austfirðinga. Hér sjást mjög ógreini-
legar búðatættur (4—9) og örnefni bera hér vitni, t. d. nefnist
hóll í túninu Þinghóll, auk þess heitir hluti af túninu Goðatún,
og eru í því tvær tættur, Goðatættur, og eins nefnist stór steinn í
grenndinni Goðasteinn.
Við gistum um nóttina á Þorvaldsstöðum í Geitdal, skammt frá
Þingmúla og héldum áfram rannsóknunum í Þingmúla daginn eftir,
en náðum sama kvöld að Hallormsstað, dásamlega fögrum stað við
fljótið. Af fjallsbrúninni þar upp af fengum við hið fegursta út-
sýni til suðurs allt til Snæfells norðan Vatnajökuls, yfir fljótið og
hinar skógivöxnu hlíðar umhverfis Hallormsstað, en þar vaxa birki-
tré allt að 28 fet á hæð.
Björgvin Vigfússon umboðsmaður, er þar situr, sýndi okkur til-
raunir með greni og furuplöntur, er hann hafði hafið á þessu ári, í
rjóðrum milli birkitrjánna, en þessar plöntur höfðu nokkrir kunn-
ingjar hans útvegað honum frá Heiðarfélaginu danska.
Á Hallormsstað sat hinn kunni prófastur Sigurður Gunnarsson,
er lagt hefur mikið af mörkum til að varpa ljósi yfir sögu þessa
héraðs.
Þann 29. júlí riðum við suður með fljótinu, þar til við komum
að Hrafnkelsstöðum, þar sem söguhetjan Hrafnkell bjó eftir að
Sámur hafði flæmt hann frá Aðalbóli. Engar sjáanlegar minjar
eru hér frá þeim tíma.
í Fljótsdal
Það var hér hjá garði á Hrafnkelsstöðum, sem Eyvindur bróðir
Sáms, kominn austan að, reið neðan með fljótinu með flokk sinn,
síðan fyrir vatnsendann og yfir Jökulsá á Skálavaði. Fljótsbotninn
liggur nú mílufjórðungi norðar. Hér nefnast árnar Fljótsdalsár.
* Höfundur á við Geitdalsá og Múlaá.
162
MÚLAÞING