Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 63
NúpsstaÖ til Hornafjaröar, eða öfugt, til þess að sími lægi hringinn
í kringum landið. Er það hliðstætt með vegalagningu umhverfis
landið, að þessi spotti er erfiðasti þröskuldurinn. Þessi spotti var
þó lagður sumarið eftir, 1929, og starfaði ég einnig að því verki,
en það er önnur saga, sem gaman væri að rifja upp, þótt það verði
ekki gjört hér.
Nú mun ég fara fljótt yfir sögu í bili. Daginn eftir komu okkar
til Hornafjarðar hófst ferð okkar þaðan til Akureyrar á eftirliti
símans.
Ef til vill mundi margur spyrja: Hvað er eftirlit með símalín-
um? Og í stuttu máli sagt getur ýmislegt komið fyrir símalínur
yfir veturinn í okkar rysjóttu og margvíslegu íslenzku veðráttu.
Staurar geta skekkzt, jafnvel brotnað, vírinn slitnað og slaknað
undan ísingu, oft á löngum svæðum, kúlur brotnað, krókar rétzt
upp. Að vetrinum er ekki hægt að gera við bilanir svo að til fram-
búðar sé, ekki sízt vegna þess, að viðgerðum verður að hraða svo
sem unnt er. Viðhald loftsímalína fer því að langmestu leyti fram
að sumrinu.
Eím ferð okkar, eftirlit, frá Hornafirði til Seyðisfjarðar er fátt
eitt að segja og raunar ekkert, sem í frásögur er færandi. En á
Seyðisfirði hófst kerruævintýrið, sem minnzt var á í upphafi þess-
arar greinar og er beinlínis tilefni hennar.
Nú get ég ekki dagsett hvenær kerruferðin hófst, en það mun hafa
verið öðru hvorum megin við mánaðamótin júlí-ágúst. Ég beitti
Grána mínum fyrir kerruna snemma morguns og lagði á Fjarðar-
heiði. Einhver vísir að vegi mun hafa verið kominn yfir heiðina þá,
einkum yfir örðugustu hjallana. Þennan fyrsta áfanga með kerr-
una frá Seyðisfirði til Egilsstaða gekk ferðin stórslysalaust. Að
sjálfsögðu var ekki viðlit að hafa nokkurn flutning í kerrunni, sem
neinu nam. Kerran var ný og sterkleg, aktygin á Grána einnig ný og
vel úr garði gjörð. Það voru al-aktygi, sem svo voru kölluð. Þau
voru þannig gerð, að ólar lágu úr herðakambsboganum aftur í reið-
ann og einnig lágu sterkar ólar úr sterkum járnhring, sem kerru-
kjálkafestingin var í, og aftur fyrir afturhluta hestsins og var þess-
um ólum haldið í hæfilegri hæð með ól, sem lá þvert yfir lend hests-
múlaþing
61