Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 44
þeirri ey, þá varð það hvalreki á fjörur Ole Worms um þekkinguna
á rúnunum. Jóni varð það líka einskonar sakaruppgjör og hann
fór heim til íslands og þótt íslendingar dæmdu hann enn útlægan
þá skeyttu Danir því ekki og fluttu hann ekki af landinu.
A þessum árum dvelur Hallgrímur Pétursson í Höfn, og þarf
ekki að efa að fundum þeirra hefur borið saman og Hallgrímur
lært margt af Jóni því stálfróður varð hann í þessum fræðum, eink-
um málfræðinni. Er það ekki líklegt, að á öðrum tíma þýði Hall-
grímur þetta blað eftir Seneca, sem um var getið, og af þessum
eða jafnvel fyrri áhrifum Jóns lærða, sem vitað er að þótti öll
slík alþýðuvísindi hið merkilegasta mál. Bók Jóns, sem kom fyrir
dóminn á Bessastöðum 1. apríl 1631, segja dómendur að sé í 30
köflum og yfir sérhverjum þessara kafla eru „sérdeilis carakterí,
fígúrur og málverk, eða alfabet með margháttaðri vanbrúkun guðs
orðs.“
Maður rekur augun í hina 30 kafla í Hákonarstaðabók, stórletr-
aða með rauðum rómverskum tölum frá I-XXX með karlinum í
tunglinu uppdregnum fyrir framan hverja tölu og finnst að þetta
geti verið eitthvað skylt. Þeir á Bessastöðum tilfæra heiti hvers
þessa kafla, en í Hákonarstaðabók eru engin slík heiti. Aftur á móti
eru kaflaheitin sem þeir tilfæra svo náskyld þeim kaflaheitum, sem
voru tilfærðir yfir náttúrulegan galdur í Hákonarstaðabók, að hér
eru fyllilega sömu fræði á ferðinni. Gæti það bent til þess, að Jón
hefði misst sína Bessastaðabók, sem er mjög líklegt, en hann hefði
bætt sér það upp með því að semja aðra, sem í ýmsu hlaut þó að
vera frábrugðin hinni fyrri. En þá er að athuga það, að ein rit-
gerðin, Urn grös og steina, er undirskrifuð, Jón Guðmundsson
lærðe. Ef allur meginhluti bókarinnar væri frá honum kominn ætti
það að vera óþarfi. Því er til að svara, að þessi undirskrift er með
snarhönd, stórkarlaletur mikið, og líkist ekkert hinni fögru rit-
hönd, sem Pétur Jökull ritaði. Þetta hefur verið skrifað undir
greinina af því að nóg pláss var eftir á síðunni, af manni sem hefur
vitað eftir öðrum leiðum, að ritgerðin var eftir Jón lærða. Þetta
getur hver, sem vill athugað, en af því að skrifað er lærðe má gera
ráS fyrir, aS þessu hafi snemma veriS bætt í bókina, en afrit Pét-
urs er svo nákvæmt, aS þetta skrifar hann eins og þaS lá fyrir í
42
MÚLAÞING