Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 83
„Því bið ég yður, að þér minna vegna og aS minni borgun fáiS
honum, þ. e. sr. Einari, VI fjórðunga smjörs og eina vætt fiska, þar
til kjöt eSa annan mat til XL alna, hverjar ég skal í öSru betala
yður því okkur saman kemur.“
SíSar í sama bréfi segir enn fremur: „Hefi ég sr. Einari til skrifað
yður að finna og svo einninn lofaS að betala fyrir hann Einar XL
alnir, að kaupa með hey, hvar fást kann.“
Þegar biblía sú, sem kennd er við GuSbrand biskup, kom út, léði
hann sr. Einari eitt eintak, en hann seldi það. Fer biskup um þetta
svofelldum orðum í minnisbók sinni bls. 123: „Hjá sr. Einari Sig-
urðssyni í Nesi stendur biblíuverð, hann seldi þá ég léði honum,
meðtekið hest, 1 hundr., ekki meir.“
Sýnir þetta litla atvik hvorttveggja í senn, fátækt og neyð sr.
Einars annarsvegar, en vinarhug og velvilja biskups í hans garð,
hinsvegar, því eflaust hefði hann orðið þungorðari, ef einhver ann-
ar hefði átt í hlut. Svo mikið traust bar biskup til sr. Einars, að
hann skipaði hann prófast árið 1575.
Má segja, að Guðbrandur hafi gert allt, sem í hans valdi stóð, til
að bæta hag sr. Einars og aðstæður, t. d. reyndi hann að útvega
honum gott prestakall í Skálholtsbiskupsdæmi (Hof í Vopnafirði)
og skrifaði hann Gísla biskupi Jónssyni bréf með áskorun í þá átt,
árið 1577, þegar Hof losnaði. Bréf þetta er að finna í bréfabók
Guðbrandar Þorlákssonar bls. 151-152 og segir þar meðal annars:
„að þessi vís og vellærö persóna hefur beðið mig tillagna við
yðart bróðerni, að hann mætti af yöur fá einn stað þann, sem nú
fyrir litlu laus orðinn er í yðar biskupsdæmi, sem er Hof í Vopna-
firði. Er svo háttað þessa sr. Einars efnum, að hann hefur fjölda
ungra barna, enn heldur einn heylausan og inntektalausan stað, en
er þó í sannleika meliares conditiones maklegur.“ Og enn segir svo:
„Er þessi persóna yður nokkuð kunnug, og að mínum dómi bæði
vís og vellærð, svo það ég hefi hann helzt í þeirri sveit nú til með-
hjálpara og prófasts útvalið, hvar inni hann hefur með röggsemd
staðið, sem einn trúr guösorðsþénari, það ég afveit, svo ég gæfi
honum nú eigi orlof úr þessu stifti, ef eigi gerði hans neyð.“
Síðar í bréfinu heldur biskup áfram að berjast fyrir hagsmunum
vinar síns: „Veit ég, að yður er kunnugt sjálfum, og svo er mér
múlaþing - 6
81