Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 66
kom í síðustu ferÖina upp á klifið til þess að sækja Grána, ekki sízt
vegna þess, að mér fannst, að hann hefði getað komið niður á eftir
mér, þegar ég fór með hjólin, sem voru verst viðureignar. Þegar
það bættist svo við, að Gráni hnubbaði mig í kviðinn, galtóman,
þegar ég kom til hans, varð ég reiður og hélt yfir honum harðorða
ræðu. En þar sem hún virtist ekki hafa sýnileg áhrif á Grána, gafst
ég upp og fór með hann niður fyrir klifið, spennti hann fyrir og nú
gekk ferðin að mestu hindrunarlaust niður fjallið, allt að Hofsá í
Vopnafirði. Ég rataði á vað á ánni, gekk vel yfir og nú var ég kom-
inn á kunnugar slóðir. Ég var kominn að prestssetrinu Hofi í
Vopnafirði. Mér var tekið vel þar, gefið kaffi með bakkelsi og boðin
gisting, sem ég þáði þó ekki, því nú var aðeins einnar klukkustundar
ferð ófarin að Hauksstöðum, æskuheimili mínu.
Ég gjörþekkti leiðina milli Hofs og Hauksstaða og áleit, að ég
kæmist þennan spöl á einni klukkustund eða svo. En það fór á annan
veg. Ég hafði aldrei farið þessa leið öðruvísi en ríðandi eða gang-
andi og heimþrá æskumannsins gleymdi því, að það var allt annað
að hafa kerru aftan í hestinum. En blessað fólkið á Hofi sá lengra
en ég og hraustur vinnumaður prófastsins fylgdi mér upp á háls-
inn sem aðskilur Hofsárdal og Vesturárdal. Þar kvaddi hann mig
og ég brölti yfir hálsinn, asnaðist ofan í dýjaveitu og alls konar
torfærur, sem ég hefði aldrei lent í, ef mér hefði ekki gleymzt það
á nær þriggja mánaða fjarveru, að á heimaslóðum væri erfiðleika
að finna. En heim komst ég þó um kvöldið. Frá viðtökum þeirrar
heimkomu ætla ég ekkert að segja, þær eru mitt einkamál.
En hvers vegna hef ég ekki minnzt á félaga mína, frá því að
verkstjórinn sagði mér að hundskast af stað frá Fossvöllum? Það
er af því, að í upphafi símalagninga hér á landi lá síminn yfir
Smjörvatnsheiði. En Smj örvatnsheiði er illvígur fjallvegur og þoldi
ekki þetta nýmóðins brölt á yfirborði sínu. Hún spýtti á þræði og
staura stórhríðargusum og krapaéljum, ofsastormum og kaffenni.
Síminn hélt þetta þó út í næfellt 20 ár en gafst upp að lokum, lagði
niður línuna yfir Smj örvatnsheiði og tók fremur krókinn en keld-
una og þegar hér var komið sögu lá línan út alla Jökulsárhlíð, yfir
Fönn og Fagradal, sem mér fannst svo langur og leiður, þaðan inn
yfir Búr, sérkennilegan fjallveg, háan en stuttan og inn fyrir Vopna-
64
MÚLAÞING