Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 28
að draga upp stafi úr henni til ágraftrar á silfursmíði. En frekar er
það ólíklegt.
Nokkrum blöðum framar í þessum óskrifuðu blöðum stendur
efst á blaðsíðu: „Jón Jónsson á Eiríks“, og síðan bætt við með ann-
arri hendi og öðruvísi litu bleki, „stöðum“. Er þetta Jón bóndi
á Eiríksstöðum, d. 1860, Jónsson frá Möðrudal. Jón Sigurðsson
hefur skrifað á titilsíðuna ofan við hinn fagurgjörða ramma:
„Marteinn Jónsson 1861 um haust“, og í sömu línu „Hákonarstaða-
bók“, og við upphaf þriðja kafla bókarinnar, Um grös og steina, hef-
ur hann skrifað: „Ritgerð Jóns lærða“, og hefur hann gjört það við
fljótlegt álit, því undir ritgjörðinni stendur: Jón Guðmundsson
lœrði.
Já, eftir 15 ár er bókin komin til Kaupmannahafnar. Það var
gömul leið fyrir íslenzk handrit.
Hér verður að fara fljótt yfir sögu að rekja efni bókarinnar,
enda gerist þess ekki þörf, þar sem hún er öllum aðgengileg á
Landsbókasafninu. Til þess að auðvelda leitina að bókinni er rétt
að gefa upp safnnúmerið, en það er J. S. 248 4bl.br. Eins og titil-
blaðið ber með sér byrjar bókin á Fornaldarrúnum. Er þeim skipt
í kafla með sérstöku heiti og eru kaflarnir 49. Svo merkilegt er það,
að fyrsti kaflinn ber yfirskriftina: Irarúnir. Maður stanzar við
þetta og spyr sjálfan sig: Er hér við líði letrið, sem írarnir kenndu
víkingunum í menntir og bókmenntir? Það á ekki við að bolla-
leggja um þetta í þessu máli, enda er nú enn stund, ef Islendingar
vildu átta sig á því, hvaðan þeim komu menntirnar og það fljótlega
eftir aðsetur aðkominna hrárra víkinga í landinu.
Annar kaflinn heitir Ofugletur eða haugbúaletur, og verður ekki
frekar gerð grein á þessu, en kaflinn endar á blaðsíðu 29. Byrja þá
Galdrarúnir. Er þeirra tala ekki tilfærð, en nöfn þeirra nokkurra
eru skrásett og þótti mér merkilegast: spjaldafegurð og þá sjó-
hömlur, því ekki hefur veitt af því að hemja sjóinn umhverfis land-
ið, og svo hafa þær kannske verið notaðar til að verja landhelgina.
Nær þessi kafli aftur á blaðsíðu 37. Fagurlega er þetta uppsett og
skrifað og virðast sumir kaflarnir vera ritmál í rúnum, og munu nú
næsta fáir lesa á Norðurlöndum og ég held enginn íslenzkur nor-
rænumenntamaður úr Háskóla Islands.
26
MÚLAÞING