Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 36
upp mynd af helj ardigrum hval, sem kallast Norðhvalur, 80 álna
langur. Snýr teikningin langs á blaðsíðu og leyfir ekki mikið lesmál
að auki. Þó stendur þessi vísa undir skoltinum í horni bókarinnar:
„Það væri fínt ef þennan fisk
þegnar ættu rekinn
fengi og margur fullan disk
frá væru sultarbrekin.“
Enginn vafi er á því, að þessi ritgerð um hvalina og þar með þessi
vísa er eftir Jón lærða.
Jafnskjótt tekur við ritgerð um það sem hér kallast smáfiskar í
mótsetningu við stórfiska, hvalina, og nær hún til blaSsíðu 219.
Eru þessar ritgerðir, sú er hér var um rætt og ritgerðin um grös og
steina, hið fyrsta sem ritað var um náttúruauðæfi landsins, eða
lífsskilyrði Islendinga í landi sínu. Um líkt leyti skrifaði Gísli
biskup Oddsson, d. 1638, um undur Islands, en sú ritgerð mætti
frekast teljast landfræðilegs efnis. Eru ritgerðir Jóns lærða, alþýðu-
mannsins, vísindalega unnar, en ritgerð lærða biskupsins í mörgu
þjóðsagna- og hindurvitnaskraf, og kannske ekki sízt fyrir það hið
merkasta skraf. A næstu blaðsíðu er skrifað um fugla, flugur og
orma og margt þar fróðlegt. Á blaðsíðu 224 byrjar ritgerð um
málma og er hið sama að segja um hana og áður, að hún er runnin
frá Jóni lærða. Á blaðsíðu 228 segir: „Hér eftir fylgja nokkrar
reglur hvernig maður skal liaga sér í hverjum mánuði ársins, þá
sólin gengur í þau 12 himinsins hús,“ og byrjar ritgerðin á janúar,
sem hefur 31 dag, og er þá ekki lengur miðað við þrítugnætta mán-
uði, svo sem lengi var á íslandi. Er hér mikið talað um pláneturnar,
en á orðið stjörnufræði gat ég ekki rekið mig, gæti þó verið til
fyrir því. Endar ritgerðin á Luna, tunglinu, og er þetta mikil rit-
gerð, tekur yfir 33 blaðsíður og að vanda í fagurlegum frágangi.
Á blaSsíðu 252 er aftur skrifað um líf og dauða og gjörð grein
á lukkudögum í mánuði hverjum og ýmsu fleiru, svo sem misdauða
hjóna. Undir þetta er svo skrifað, vegna þess að pláss er á síðunni:
„Endir á þessu líkast til (ferbulerudu),1 og er þaS orð í svigum.
Líkast til er þessu bætt við seinna, hvort sem það hefur staðið í fyrri
J Sennilega fabulorudu.
34
MÚLAÞING