Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 46
sinni gjörð, og skeikar ekki í handbragðinu. Þetta má öruggt telj-
ast.
Eins og drepið var á skiptir bókin nokkuð um efni á bls. 255, er
hin þýddu vísindi koma til sögunnar, og var þó þekking mannsins
og meyjarinnar þýddar ritgerðir, og eru í fyrri parti bókarinnar.
Þessar þýðingar, sem Sigurður prestur í Yatnsfirði gjörði um 1656,
geta ekki verið komnar í þessa bók að tilhlutan Jóns lærða. Þetta
ár, 1656, á hann annaðhvort eftir tvö ár ólifuð við litla heilsu og
knappan kost, eða hann er dáinn fyrir tveimur árum, því flestar
heimildir telja hann dáinn 1654, en óljósar heimildir telja hann
hafa dáið 1658. Séra Einar Nikulásson tekur embætti 1654, svo
honum endist ævi til að bæta þessu við bókina, ef það er þá ekki
Pétur Jökull, sem færir þetta inn af hrjáðum og brjáluðum blöð-
um, eins og hann getur líka um, því hafi séra Einar fært ritgerðina
inn, stuttu eftir að hún var þýdd, hefði hann ritað hana rétt en ekki
víða rangfært hana, eins og Pétur Jökull segist skrifa hana. Ur
þessu verður ekki skorið, en ég hef talað við núlifandi mann, aldr-
aðan, sem segist ungur hafa lesið ritgerðina, ÞeJcking mannsins
(Physiognomia) svo víða hefur hún verið til, eins og Páll Eggert
segir í æviskrám um séra Sigurð Jónsson.
Ég tel tvímælalaust að rímnafræðin í þessari bók og allt annað
íslenzkt efni, sem eiga að vera vísindi tímans, ásamt meyjaþekk-
ingu séra Hallgríms, sé frá Jóni lærða komið, beint frá honum á
bók ritað, sem í höndum séra Einars Nikulássonar hefur heitið
galdrabók. En hvaða líkindi eru á því, að séra Einar hafi öðlast
þessa bók? Það getur verið með þeim hætti, er nú skal greina:
Nikulás í Reykjahlíð, faðir séra Einars, átti að síðari konu
Helgu, dóttur Arna sýslumanns á Eiðum, Magnússonar. Hefur það
orðið stuttu eftir 1630. Börn Arna sýslumanns voru mörg og komu
sér ekki fyrir um skipti á Eiðum alllangan tíma, enda þvarr þá
auður í landi og ekkert þeirra haft ráð á því að kaupa Eiða. Jörðin
er í umsjá harna Arna sýslumanns og um 1654 ráða þau sameigin-
lega til lykta ráðningu prests í Eiðaþing. Nikulás hefur því haft
umsvif á þessum tíma austur á Héraði, en þá bjó Jón í Gagnstaða-
hjáleigu og Dalakoti, en Guðmundur sonur hans var prestur á
Hjaltastað og hann fengu eigendur Eiða stundum til að þjóna Eiða-
44
MÚLAÞING