Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 62
í þessari uppskipun vorum við svo 26 klukkustundir samfleytt,
nema rétt á meðan við gleyptum í okkur mat og kaffi, sem Rósa lét
færa okkur um borð. Upp úr þessu hafði ég, og við, kr. 23,40 - 90
aura um tímann. Og þetta fannst mér góð þénusta. En til gamans
athugaði ég hve mikið ég mundi þéna í dag fyrir svona törn og
taldist mér til, að það mundi vera rúmlega kr. 7.500,00, eða rúm-
lega 325 sinnum meira.
Jæja. Kvöldið eftir þessa ströngu uppskipunartörn vorum við
fimm félagar sendir af stað með póstbát, sem gekk á milli Seyðis-
fjarðar og Hornafjarðar. Bátur þessi hét Vonin, ca. 10-15 tonna
bátur, e. t. v. minni, og man ég að skipstjórinn hét Þorleifur. Veður
var stillt og fjörðurinn spegilsléttur.
Eg hafði keypt mér vínarbrauð í bakaríi áður en við fórum og
var að maula þetta út fjörðinn. En þegar út úr firðinum kom fór
sjór að ókyrrast og var nú ekki að sökum að spyrja, ég varð sjó-
veikur og síðan hef ég hatað vínarbrauð og raunar flest bakaríis-
brauð.
Sjóveikur var ég alla leiðina og þegar við vorum í Lónsbugtinni
var dálítil kvika, ég fárveikur og leið afar illa, hafði komið mér
fyrir við sigluna, því mér leið skár uppi, þótt mér væri kalt. En þá
skeður það, að Þorleifur skipstjóri kemur að mér og segir: „Ertu
nú alveg að drepast greyið mitt?“ Ekkert svar. Þá gengur hann út
að borðstokknum, dýfir vettlingi í sjóinn og slær mig utanundir
með honum. En þá snöggreiddist ég, stökk á fætur og hellti mér
yfir hann, sagði meðal annars, að það væri ekki nóg, að maður
þyrfti að veltast dögum saman með þessum andskotans drullukoppi
hans fárveikur, heldur fengi maður ekki að vera í friði fyrir skít-
hælum, sem aldrei hefðu samúð með nokkrum, hvernig sem á
stæði. Þorleifur stóð í keng og hló og hló. En viti menn. Sjóveikin
hvarf svo gjörsamlega, að ég fór ofan í lúkar, fékk mér að éta og
kenndi mér einskis meins. Og á Hornafirði kvöddumst við Þorleif-
ur með kærleikum.
Þegar þetta var, árið 1928, þá náði sími ekki nema til Horna-
fjarðar frá Reykjavík norður um land og að Núpsstað austur um
land frá Reykjavík. Með öðrum orðum: Það vantaði spottann frá
60
MÚLAÞING