Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 56
mundu hafa verið einhverjir flækingar, því að hann sá sjaldan sama
drauginn oftar en einu sinni. Yið spurðum hann hvort hann hefði
ekki verið hræddur við alla þessa drauga. Ekki kvað hann það. Þó
lét hann okkur skilja, að ekki mundi hafa staðið á þeim að vinna
sér mein, en þegar þeir gerðu sig líklega til að ráðast á hann,
kvaðst hann hafa hvesst á þá augun. Hefðu þeir þá jafnan látið
undan síga.
Ekki vil ég segja, að ég hafi beinlínis trúað þessum sögum bók-
staflega, en ég hafði heldur engar beinar sannanir fyrir hinu gagn-
stæða. Ég hafði að vísu rætt þessi mál við móður mína og kvartað
við hana um myrkfælnina. Hún hafði enga trú á draugum og taldi
myrkfælni fávizku, eða hvort ég héldi, að guð væri ekki með mér
eins þó að dimmt væri. Þá var ekki komið úr móð að trúa á guð og
hafði mér verið innrætt það af mikilli kostgæfni. Mér fannst þetta
því skynsamlegt og fann ég lítið fyrir myrkfælni þó ég væri einn á
ferð úti við, en inni í grottakofum og skúmaskotum dugði mér þetta
ekki, enda áttu draugarnir oftast að halda sig þar. Ég hugsaði því
með skelfingu til þess að þurfa að dvelja þarna á sjálfa jólanóttina
og bar lítið traust til mín ef til einhverra samskipta kæmi við
drauga!
En nú víkur sögunni heim til bæjar:
Skömmu eftir að ég lagði af stað á beitarhúsin bar gest að garði
heima. Var það bóndi af næsta bæ, Friðrik Jónsson í Blöndugerði.
Var hann staddur heima þegar veðrið hrast á. Björgólfur, sem áður
er nefndur, kemur þá að máli við móður mína og óskar þess, að
hún biðji Friðrik að sækja mig á beitarhúsin. Hún var nú eitthvað
treg til að fara fram á þetta við hann, þar sem veðrið var svona
vont, en hann ekki vel kunnugur leiðinni, en Björgólfur sótti þetta
mjög fast og sagðist skyldi fara með honum, en liann sagðist ekki
treysta sér til að fara einn. Það verður því úr, að móðir mín spyr
Friðrik, hvort hann treysti sér til að leggja í þessa för. Taldi hann
sjálfsagt að reyna það. Leggja þeir svo af stað Björgólfur og hann.
Stenzt það á endum, að þeir koma á beitarhúsin rétt í það mund,
sem ég var í þessum draugahugleiðingum. Varð ég komu þeirra
harla feginn. Ferðin heim gekk vel. Vorum við komnir heim rétt í
ljósaskiptunum.
54
MÚLAÞING