Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 65
„Reyndu þá að brjóta kerrufjandann sem fyrst, því til Akureyrar
kemstu aldrei með hana.“ Þetta fannst mér fráleitt, og af því að
ég var ekki í neinu sólskinsskapi eftir undirtektir verkstjórans,
svaraði ég að bragði:
„Það geri ég aldrei, kerran skal til Akureyrar, hvað sem á geng-
ur.“ Og nú var lagt á brattann. Erfiðleikar létu ekki á sér standa:
Grjót, bratti, hliðarhalli; allt var þetta fyrir hendi í ríkum mæli.
En upp á heiðina komumst við Gráni án stóráfalla, báðir sveittir og
þreyttir.
Yfir heiðina sjálfa var leiðin sæmilega greið, en þegar kom á
norðurbrún og fór að halla undan fæti, byrjuðu erfiðleikarnir aftur
og enn verri en að sunnanverðu.
Mjög ofarlega í heiðinni norðanverðri er klif, bratt og grýtt. Ég
leysti Grána frá kerrunni, athugaði klifið gaumgæfilega og sá enga
leið til þess að komast niður með hestinn fyrir kerrunni. Ég athug-
aði landslagið til beggja hliða, og í nánd beggja megin götu var
einnig ófært. Og nú greip ég til þess úrræðis, sem ég varð að beita
stöku sinnum síðar á ferðinni, að taka kerruna í sundur og fara
með hvern hlut í senn yfir það versta.
Eina hestkerru er hægt með góðu móti að taka sundur í þrjá
hluta, þ. e. a. s. kassann, kassagrindina — sem samanstendur af
kjálkunum og grindinni undir kassanum og festingu á hjólastellið
— og loks hjólin tvö með öxli. Ef í það versta fer er hægt að taka
hjólastellið í þrjá hluta og er þá kerran komin í fimm hluta, alla
meðfærilega nema kassinn er fjandi þungur fyrir einn mann og vart
um annað að ræða en að velta honum eða endastinga. En til þessa
óyndisúrræðis greip ég eldrei á ferðalaginu, einfaldlega af því að ég
hafði engan lykil til að ná rónum, sem festu hjólin við öxulinn,
enda varð mér hált á því síðar í ferðinni svo sem fram mun koma
á sínum tíma.
Jæja, ég kom nú kerruhlutunum niður fyrir klifið og nú var
Gráni minn búinn að fá þann áhuga fyrir ferðalaginu, að hann
kom fram á brúnina og horfði á hvernig mér sóttist verkið.
Þekkið þið hesta, góðir lesendur? Þeir eiga það til að glotta
dálítið meinlega stundum og það fannst mér Gráni minn gera,
einmitt í þetta skipti, svo að ég var í heldur stirðu skapi, þegar ég
Múlaþing
63