Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 125
liæfilegu kastfæri, voru settir aðrir þrír samskonar steinar. Síðan
liófst skothríðin. Mátti sá er hóf skothríðina kasta þremur steinum,
sínum steini á hvern „blámann“ mótherjans, en standa varð hann,
þegar hann kastaði, hjá sínum eigin mönnum. Gæti hann skotið
alla þrjá um í fyrstu lotu, hafði hann unnið leikinn en tækist það
ekki tók hinn sér stöðu hjá sínum mönnum og hóf á sama hátt skot-
hríð á „blámenn“ andstæðingsins, sem þá færði sig til hliðar á með-
an skothríðin stóð yfir. Þannig gekk þetta, - þrjú skot á víxl þar til
allir „blámenn“ annars hvors voru skotnir niður.
Var ærið misjafnt, hversu strákar urðu leiknir í að hæfa skot-
mörk sín og eins hvað þeir voru harðskeyttir. Stóð þessi leikur
oft tímunum saman - og til var það, að smali, sem leiddist að sitja
yfir ánum „skaut blámenn“ sér til afþreyingar.
Þessir tveir leikir, að vega salt og „skj óta blámenn“, áttu eftir að
verða mér að liði á afgerandi hættustund.
Nokkuð fyrir innan bæinn Gilsárvallahjáleigu, þar sem foreldrar
mínir bjuggu, var Stekkurinn. Kringum hann var girt allstór skák,
sem notuð var fyrir nátthaga ánna á stekktímanum og fyrst eftir að
fært var frá, meðan ærnar voru að spekjast. Þetta var torfgirðing,
sem skepnur komust ekki út úr, en gátu farið inn yfir á nokkrum
stöðum. Að öðru leyti, en áður er nefnt, var Haginn varinn eins
og túnið, enda var þar oft góð slægja undir haustið.
Tvö hlið voru á Haganum, annað að utan en hitt gegnt því að
innan. Nokkru innan við Hagann eru þrír melkollar hver inn af
öðrum. Smádældir aðskildu melana. Þeir heita Stekkamelar. Ofan
og neðan við þá er algróið land. Hólaland er næsti bær fyrir innan
Gilsárvallahjáleigu, nokkuð inn frá Haganum.
Þær skepnur, sem mest sóttu í Hagann, voru kýrnar frá Hóla-
landi. Þegar þær voru reknar úr honum, röltu þær venjulega götu-
slóða, sem lá inneftir, skammt fyrir ofan melana og inn og niður
um innsta melinn og þaðan áfram inn og niður á jarðbrú á Merki-
lækum, þar sem nú liggur yfir hann vegurinn. Lengra var ekki vant
að reka þær. Sjaldan leið á löngu frá því kýr voru leystar út á vorin,
þar lil Hólalandskýrnar leituðu út í Nátthagann.
Sá atburður, er hér frá greinir, gerðist síðasta sumarið, sem fært
var frá hjá okkur í Gilsárvallahj áleigu, það var sumarið 1903. Ég
múlaþing
123