Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 22
MYNDATEXTAR
I. Titilblað Hákonarstaðabókar: Hér skrifast fornaldarrúnir og konstir að
gera geglerij. Skrifað af Petre Petursini ANNO 1846.
II. Blaðsíða 29. Hér verða auðveldlega lesnar þrjár kaflafyrirsagnir: 47. Ir-
lenst letur. 48. Öfugletur. 49. Haugbúaletur.
III. Blaðsíða 39. Upphaf ritgerðar Jóns lærða. Fyrirsögnin er á þessa leið:
Um Island og þess undarlegu náttúru fram yfir önnur stœrri og betri lönd.
Síðan kemur: Vís og fróður mætti sá vera, sem vel kynni að þekkja nytsemi
þeirra hluta. Fyrst hefur þetta vort land, Island, tvœr náttúrur en þó hvurt öðru
mótstœðilegt, sem er ís og eldur með sinni megnu náttúru en þó viðhaldast
um aldur og œfi og búa báðar saman.
IV. Blaðsíða 86. Ur ritgerðinni Problemata. Fyrirsögnin er: Lœrisveinninn
spyr meistarinn svarar.
1. spurning: Seg mér meistari. Hvar fyrir hafa menn lengra höfuðhár en
aðrar skepnur? Meistarinn svarar því: Maðurinn umfram aðrar skepnur hef-
ur votastan heila, af hvurjum vökva eða vessa að hárin vaxa. Þar fyrir neðan
má lesa, að konurnar hafa lengra hár en karlmennirnir sökum þess, að þær
eru skegglausar, með því að mátturinn sem skegginu tilheyrir snýst til höfuð-
háranna.
V. Blaðsíða 119. Úr kaflanum um náttúrlegan galdur. Á miðri blaðsíðunni
er kaflafyrirsögn: Um stein í forustusauðum. Hér verður um það lesið m. a.,
að bein það er vex í hjarta eða vöðva á nokkrum sauðum, geri, sé það á sér
borið, sauð leiðitaman.
Neðar á blaðsíðunni er svo fyrirsögnin: Um steininn í svölumaga.
VI. Blaðsíða 140. Tafla um stjörnumerki og mánuði. Stjörnumerkin eru
skammstöfuð og er efst Hrú m = hrútsmerki, svo sem venja er á almanökum,
síðan Uxa m — nautsmerki, Tvíb. m, Krab m, Lions m, Jóm m = jómfrúr-
merki eða meyjarmerki, Meta m, Skor m, (væntanlega af scorpion) = sporð-
dreki, Skot m = bogamaður, Stein m = steingeitarmerki, Vatn m = vatns-
beri, Fiska m.
20
MÚLAÞINC