Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 119
hann fluttist þaðan og þá að Einarsstöðum í Stöðvarfirði var mér
sagt.
Jón Jónsson afi minn frá Skálafelli í Suðursveit var vinnumaður
hjá Ara í Hvamminum líklega í tvö ár frá 1855 til 1857 á meðan
hann var að byggja þarna upp og koma sér fyrir, og var hann
þessu fólki því vel kunnugur.
Töðuna af Geithellatúninu flutti Ari að utan og inn í Hvamm
líklega um 20 km vegalengd, en engjar mun hann hafa lánað og
kannski haft húsmenn heima. Engjar inni á dalnum voru litlar og
langt að sækja og torleiði að flytja yfir gil og læki. Samt var talið
að hann hefði bjargazt þarna vel. Á seinni árum voru börnin vaxin
og talin mikið dugnaðarfólk.
Eg gat þess að Ari var talinn maður stórhuga og vildi búa stórt.
Þarna fékk hann landrými nóg til þess, en harðindi meiri en úti í
sveitinni og því gjafafelldara á vetrin.
Umbótamaður hefur hann verið og framkvæmdasamur, það
sýndi sig í Hvamminum. Þar hafði hann mótað stórt túnstæði langt
út og niður í móana með garði og ætlaði að gera allt að túni, og
þar hefur hann verið á undan sínum samtíðarmönnum hér.
Þegar ég var unglingur var hér margt roskið fólk sem mundi vel
fólkið í Hvamminum, t. d. Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Markúsar-
seli. Hún sagði að sér væri sérstaklega minnistætt þegar yngsta
dóttir þeirra hjóna fermdist, Ragnheiður. Þá hefðu þau hjónin Ari
og Una komið ríðandi til kirkjunnar, en þær systurnar fjórar hefðu
komið gangandi alla leið innan úr Hvammi og höfðu gengið yfir
Múlafjallið og komu svo beint niður að kirkjustaðnum Hofi. Kvaðst
hún muna hvað þær hefðu verið hraustlegar og frjálslegar, heitar
og rjóðar af hinni löngu og erfiðu göngu, en þó ekki sízt hversu
vel þær hefðu verið búnar, sér hefði fundizt þær bera af ungum
stúlkum sem þarna hefðu verið, enda hefði móðir þeirra verið talin
mikil hannyrðakona og þær líka; en á bræðurna minntist hún ekki.
Þegar Ari flutti austur þurfti hann að selja sína jörð, átti partinn
óskiptan í allri jörðinni, en ekki Hvamminn skiptan út úr. Kaup-
andinn var fljótfundinn, Magnús gamli ríki á Bragðavöllum, og
munu það hafa verið fyrstu ítökin sem hann náði þar í jörðinni,
en í þeirri ætt hefur hún verið síðan.
múlaþing
117