Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 135
Er á nóttina leiS fóru ýmsir aö verða hreifir af víni og einn af
þeim var Runólfur, því þótt hann keypti ekki vín að ráði, því það
kostaði aura, þá hlífðist hann ekki við er hann fékk það gefins.
Lenti hann nú í stælu við Sigurð nokkurn Högnason sem var vinnu-
maður hjá Sigurði Björnssyni á Þvottá. Sigurður Högnason var þá
ungur maður, stór og sterkur, þótti gott vín og gat þá orðið nokkuð
rosalegur er hann var orðinn fullur. Þeir höfðu verið saman á Rann-
veigarstöðum hjá Jóni Björnssyni er hann bjó þar, en nú á Hofi.
Hafði þá Runki verið allhúsbóndalegur yfir Sigga, en hann var þá
unglingur og mátti sín lítið. Nú var þetta rifjað upp og ekki dregið
af. Var Siggi að hrinda Runka og hrekja hann um stofugólfið.
Þetta barst til eyrna Jóns húsbónda Runólfs. Vildi hann nú duga
sínum vinnumanni og tók hann undir sína vernd og áttu þeir ein-
hverjar orðahnippingar Jón og Siggi. Nú frétti Sigurður Björnsson
þetta, að nú væru komnir tveir á móti Sigurði vinnumanni hans
einum og væri annar Jón bróðir hans. Vildi hann nú koma sínum
vinnumanni til hjálpar. Áttu þeir bræður einhver orðaskipti fyrst,
og sagði Sigurður að það væri lítill skaði þótt Runki væri dustaður
dálítið til, hann væri ekki sú merkispersóna. En nú mun hafa sigið
í Jón. Hann tók í bringuna á Runka, skákaði honum upp í krók í
stofunni og breiddi úr sér fyrir framan hann, en Jón var bæði hár
og þrekinn. Sagði hann þeim nöfnum á Þvottá að nú skyldu þeir
sækja hann ef þá langaði mikið til að dusta hann til. Þeir sóttu hann
ekki, og féll þetta svo niður.
Um morguninn er fólk var að tygja sig til heimferðar var Runki
orðinn valtur á fótum, en lagði þó af stað heimleiðis skríðandi
norður Starmýrarhlaðið, því heim vildi hann komast og í rétta átt
stefndi hann. Tók þá einhver hann fyrir framan sig og reiddi heim.
Runólfur fer í verið á Djúpavog
Það mun hafa verið veturinn 1896 að mikið fiskihlaup kom í
Berufjörðinn, og gekk fiskur inn hjá Selnesi eða jafnvel inn í fjarð-
arbotn. Tíð var með ágætum í langan tíma og nýttist því fiski-
gengdin vel. Sumir bátar að utan lögðu upp inni í Urðarteigi og
söltuðu þar í grjótbyrgi. Nokkrir bændur í Álftafirði sendu vinnu-
Múlaþing
133