Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 138
ur og eitthvað af fötum, en ég hygg að Anna hafi ekki verið ráðin
nema upp á krónurnar. Allt mun þetta hafa verið munnlegt þeirra
á milli, enda mun það hafa verið venja með vistarráð. Samt gekk
nú Runólfur að þessu, og bjuggu þau saman eitt ár. Samlyndi Run-
ólfs og Onnu var gott í það minnsta um sumarið. Þau tóku sér
venjulega blund eftir miðdegið og hvíldu þá saman í öðru rúminu,
en áttu sitt rúmið hvort.
Það gerðist fátt sögulegt í sambúð við mótbýlisfólkið annað en
það að mótbýlismaðurinn fékk sér lítilfj örlegt eldavélarkríli. Það
setti hann upp á baðstofuloftinu, og þurfti þá auðvitað að setja
reykpípu upp úr þekjunni. Er Runólfur sá þær aðfarir leizt honum
ekki á blikuna. Hann harðbannaði honum að gera þetta, sagði að
það felldi baðstofuna svo mikið í verði. Samt skeytti hinn þessu
engu. En síðar urðu hörð átök út af gatinu, og sagði þá Runólfur
mótbýlismanni sínum að hann skyldi fá að borga fyrir gatið.
Ekki mun Runólfur hafa verið mikill gestgjafi, en Anna gamla
tók vel á móti þeim sem til þeirra komu sem aðallega hafa verið
göngumenn og smalar. Sagði þá Runólfur að það væri ekki lengi að
fara í gesti hver keppurinn og kjamminn.
Yorið 1901 hætti Runólfur við búskapinn og seldi búið bónda
einum í sveitinni, og átti hann þá þennan bústofn: eina kú, eitt
hross og 60 kindur.
Runólfur fór svo austur á Firði, en kom aftur um haustið, en hvar
hann dvaldi um veturinn man ég ekki. Þá var honum efst í hug
Ameríka þó ekkert yrði úr því. En viðskilnaður þeirra Onnu gömlu
ráðskonu hans var dálítið sögulegur.
Kaupið þrjózkaðist hann við að borga eins mikið og hún krafði
hann um. En hvað mikið bar á milli man ég ekki, þó mun það hafa
verið 10 eða 15 krónur sem á milli bar, og kvað hann það fulla
borgun fyrir hennar vinnugetu. En gamla konan var nú ekki við
það heygarðshornið, sagði honum að ef hann greiddi ekki það sem
eftir stæði refjalaust léti hún stefna honum og taka það svo lögtaki.
Út af þessu fékk hann talsverðar áhyggjur, hitti málsmetandi
menn í sveitinni og leitaði hjá þeim liðsinnis í þessum kröggum
sínum. En hvernig þessu lyktaði er ég búinn að gleyma. Anna dó
tveim árum seinna.
136
MÚLAÞING