Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 32
fœðingu tcvenna, Að vita hvað feigt er af fé, Andlitshjálm fagran að
gera, Ráð að kýr séu yxna, Að gera kvífé spakt, Að aldrei verði
tröllriðinn hestur, Viljir þú verða sterkur, Að kona segi leynda
hluti, Að varna getnaði. Þessi kafli tekur yfir 28 blaðsíöur, enda
er hér mikill vísdómur saman kominn, og sver hann sig allfast í
ættina um það hver höfundurinn sé. A blaðsíöu 132 byrjar kafli
með yfirskriftinni: Lúna príma. Lúna þýðir tungl. Undir er yfir-
skrift á blaðsíöunni skammstafað Um t.g.l.v.kanir, sem eflaust þýð-
ir: Um tungls verkanir. Eru hér 30 tölusettir kaflar með stórum
rómverskum tölum, rituðum með rauðu bleki eða lit. Fyrir framan
hverja tölu er mynd af karlinum í tunglinu. Kaflarnir eru jafnmarg-
ir dögum í 30 nættum mánuði og hefur hver dagur sína fræði, en
illlæsilegt eða reyndar ólæsilegt reyndist mér þetta vera m. a. fyrir
skammstafanir. Undir kaflann er skrifað rauðu, glæsilegu letri:
Finis = endir, en það er ósvikin 17. aldar hofmennska í ritverkum.
Ekki nær þetta nema yfir 4 blaðsíður.
Næsti kafli byrjar á blaðsíðu 136 og er um verkanir þeirrar 7.
plánetu á veðráttufar, og er fyrsti kaflinn tvíprýddur með mynd af
karlinum í tunglinu. Á blaðsíðu 137 er urn þær fjórar hófuðskepnur
og blaðsíðu 138 um þau 12 stórmerki og þau 12 stjörnumerki. Um
hrútsmerkið er m. a. sagt, að þá fæðist fésæl börn. Á blaðsíðu 148
er um þœr 7 plánetur og á blaðsíðu 152 um þeirra 12 sólmerkja
stœrð og stjórnufjölda og fylgir tafla yfir öll þessi ósköp. Þessi
kafli nær til blaðsíðu 157, og með hreinum stórmerkjum ritaður
í stafagjörð og litum, eins og reyndar öll bókin. Á blaðsíðu 158
byrjar stutt undirvísan að þekkja manninn af áliti. Er hann kominn
frá dr. Ruðólfi Galen, þýzkum doktor, og eftir honum fylgir annar,
að þekkja meyjar, og segir svo í yfirskrift: Stutt og lítið ágrip af
sama eftir Seneca sagnameistara, Að sjá á augunum þá stúlkurnar
láta fallast. Útlagt úr þýzku tungumáli af séra Hallgrími Péturssyni.
Þjóðin hélt þetta, að allt vissi hann séra Hallgrímur, og mætti þetta
benda á, að hann hefði komið víðar við í fræðalífi þjóðarinnar á
sínum tíma, á 17. öld, en nú er vitað. Þetta er að vísu ekki nema eitt
blað í þessari bók, enda hefur það ekki fylgt ævisögu hans, og er þó
ekki hægt að segja annað, en séra Hallgrímur birtist manni í nýju
ljósi, þegar maður veit, að hann hefur verið að grufla út í þetta.
30
MÚLAÞING