Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 23
VII. Blaðsíða 196. Úr ritgerðinni Um hvalfiskakynin í hafinu við Island og
Grænland. Myndin er af Norðhval, svo sem lesa má. Undir skolti hans er
skráð vísa sú, er prentuð er í þessari ritgerð á bls. 34.
VIII. Blaðsíða 225. Úr ritgerðinni Um málm. I 8. línu að neðan og áfram má
lesa: I þessum plássum á Islandi meina nokkrir að metalskyn muni finnast
eftir því sem fróðleiksmenn hafa um getið. I fyrstu er getið um mó, sem í finn-
ast lítil korn, ferskeytt eða ferköntuð sem tengingar, sum með koparlit en
sum sem hvítt silfur. Þau hafa fundizt og færð verið úr gili því, sem sker sig
í sjó, ofan úr Gönguskarðafjalli, nœst Klakki, gili fyrir innan Klakk og mun
lengi vera undir snjó og hátt í fjallinu, en fjörðurinn heitir Reykjafjórður ...
IX. Blaðsíða 368. Hér endar handarlínufræðin. Neðan við hefur ritarinn skrif-
að-.Endað að skrifa handarlínulistina á skírdag og skrifað eftir víða rangt
skrifuðum blöðum, en af mér ekki úr lagi fœrt, vitnar P. Pétursson.
X. Blaðsíða 374. NiðurJag ritgerðarinnar Um gimsteina. I fyrstu og annarri
línu stendur: HIACHINTUS, er grœnn með gulum rákum, hann er mjög dýr-
mœtur gimsteinn.
XI. Blaðsíða 377. Merki á amorsömum mönnum: Þeir sem hafa amorshelti
glöggt og skýrt á háðum höndum, hvort sem það er á kvenmanni, eða karl-
manni, þá merkir það óhóflega amorsgirnd eður hórujagara, og á þeim sem
miðlínan í enninu er djúp og sundur skorin með mörgum smáum línum.
Kennimerki á sterkum manni: Þeir sem hafa holdmikil augu og há kinnhein
og ferhyrnda höku, með söðulhakað nef og hleikfölir í andliti og hrokkið hár.
Hér neðan við hefur ritarinn skrifað: Eg held lítið mark að öðrum eins kerl-
mgarsögum og hér eru. Það heldur og vitnar Pétur Pétursson yngri á Hákon-
arstöðum, sem ritað hefur þessa hók.
(Myndatextar eru gerðir af ritstjóra. Orðréttar tilvitnanir í texta bókarinn-
ar eru færðar til nútíma stafsetningar, nema við tvær fyrstu myndirnar, auk
þess sem lesið er úr böndum og skammstöfunum.)
múlaþing
21