Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 75
góndi á móti. Loks tók sig maður út úr hópnum, það mun hafa
verið verkstjórinn, gekk til mín og ávarpaði mig og sagði: „Sæll
lagsmaður. Hvaðan úr djöflinum kemur þú með þetta kerruskrifli?“
Mér þótti ávarpið miður kurteislegt og svaraði heldur hortuglega:
„Komdu sæll. Þú getur sagt, ef einhver spyr þig, að þú vitir það
ekki, en hvað kerrunni minni viðvíkur, þá er hún víst ekki verri en
þessar, sem þið eruð að bögglast með þarna í drullunni.“
Það krimti eitthvað í körlunum, en rétt í þessum svifum gall við
heldur óblíð rödd ofan af hjallanum, rétt fyrir ofan okkur. Það
var Gvendur kokkur, sem teymdi þarna fjóra klyfjahesta: „Hvern
fjandann ertu að asnast Halli? Gatan er hérna.“ „Nú, farðu hana
þá,“ öskraði ég á móti og nú kvað við glymjandi hlátur frá öllum
vegavinnuhópnum. Og nú urðu snögg umskipti. Ég fræddi þá góð-
fúslega um allt mitt ferðalag og furðaði þá mjög á þessu uppátæki.
Síðan hjálpuðu þeir mér og Grána upp á veginn nokkuð neðar og
við kvöddumst sem gamlir vinir.
Og nú var öllum þrengingum okkar Grána lokið; leiðin til Akur-
eyrar greið. Síðasti tjaldstaður okkar var rétt utan við Gróðrar-
stöðina á Akureyri. Einn úr okkar hópi var látinn fara með hestana
austur og ég kvaddi Grána minn hálfklökkur. Hann hnubbaði bara
í kviðinn á mér, eins og hann hafði stundum gert áður, en nú sárn-
aði mér ekki við hann, því ég skildi nú, að þetta voru vinarhót
hans. Við hinir fórum austur með skipi.
Hér gæti nú flestum fundizt, að ég gæti sagt amen eftir efninu, en
nei, tvennt átti eftir að gerast, sem ég læt fljóta með: Hið fyrra var
það, að ég fékk verðlaun fyrir það að koma kerrunni alla þessa
leið. Þar voru 25 krónur og ég held, að Brynjólfur Eiríksson hafi
tekið þær úr eigin vasa. Ekki þætti þetta há upphæð nú, en hver
sem er getur áttað sig fljótlega á þessu. Þetta var því nær þriggja
daga kaup. í dag dygði þetta ekki fyrir einni kókflösku á veitinga-
húsi, en fyrir þá krónutölu, sem ég hef í kaup í dag, gæti ég þó
fengið mér 180 flöskur af kók.
Hitt var, að á Akureyri sá ég kvikmynd í fyrsta sinn á ævinni.
Við fórum flestir félagarnir sem sagt í bíó. Þetta var þögul mynd og
ég man ekkert eftir henni. Satt að segja horfði ég lítið á myndina,
en því meir horfði ég og hlustaði á píanóleik fallegrar stúlku, sem
Mulaþing
73