Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 128
mel. Á sama hátt komst ég inn á innsta melinn. Þegar þar var
komiö fannst mér sjálfsagt að reka nautin eins og vant var inn yfir
Merkilæk á jarðbrúnni, en þangað var nokkur vegur frá melnum.
Kýrnar voru komnar langleiðina inn að jarðbrúnni en boli hafði
ekki farið lengra en hann þurfti til að verða frí við grjótkast úr
melnum. Nú birgði ég mig af grjóti á sama hátt og áður, en ekki
sneri boli undan fyrr en ég var búinn að kasta í hann fyrsta stein-
inum. Þetta smá þokaðist í nánd við jarðbrúna. Eg fylgdi bola
eftir í góðu kastfæri og þegar hann ætlaði að snúa sér eitthvað
við, fékk hann stein á kjammann eða einhvers staðar í hausinn.
Loks var ég búinn að koma nautunum inn yfir Merkilæk, en ekki
fór boli nema lítinn spöl inn fyrir brúna, sneri sér þar enn við og
horfði á mig, - og nú brá mér fyrst verulega. Ég var búinn að kasta
mínum síðasta steini og hér var ekki stein að fá, og ekki fyrr en uppi
á mel. Eftir nokkra umhugsun tók ég það ráð að standa kyrr, horfa
stöðugt á bola og bera mig til eins og ég væri tilbúinn til að kasta.
Þannig stóðum við sinn hvorum megin lækjarins og horfðumst á.
Mér fannst eitthvert öryggi í því að horfa nógu stíft á bola og láta
hann ekki sjá á mér hræðslu. Eftir að hafa hugsað þetta um tíma
steig ég eitt skref aftur á bak og horfði jafn stöðugt á bola eins og
áður. Boli stóð kyrr og drundi öðru hvoru, eins og hann hafði gert
síðan ég hrakti hann frá mér við yzta melinn. Þetta endurtók ég
nokkrum sinnum - steig eitt skref aftur á bak í átt á innsta melinn,
en stóð kyrr á milli. Bilið milli okkar bola smá jókst, og styttist
sem því nam sprettfærið á melinn. Loks snerist ég á hæli og þaut í
einum spretti upp á mel.
Feginn varð ég, þegar ég leit aftur og sá að boli stóð enn kyrr.
Nú þóttist ég hólpinn, hljóp þó við fót út mela, tók Gránu sem var
að bíta við Stekkjarvegginn, reið heim og sagði mínar farir ekki
sléttar.
Engum hafði komið nokkur hætta í hug, þegar ég var sendur að
reka kýrnar. Nú var lagt ríkt á við mig að horfa vel í kringum mig,
þegar ég væri að snúast við kýr og hesta, eða kringum rollurnar, og
ef kindur eða hestar sem ég átti að sækja væru í nánd við Hólalands-
kýrnar, skyldi ég heldur koma heim án þeirra og yrði þá einhver
fullorðinn sendur í minn stað.
126
MÚLAÞING