Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 200
Heyrt hef ég því fleygt, að Bruun hafi verið frægur fyrir, hversu
duglegur hann var að koma ritum sínum á framfæri og virðist
ekkert mæla á móti, að svo hafi verið.
í yngri heimildum eru rit hans um ísland talin vera: FORTIDS-
MINDER OG NUTIDSHJEM PAA ISLAND (1897, ný útgáfa
1928) og TURISTRUTER PAA ISLAND, I-III, 1912-16, 2. út-
gáfa I-V, 1921—1927. Hygg ég, að þar séu samankomin önnur rit
hans um Island.
Daniel Bruun var ágætlega drátthagur eins og ljóst er af mynd-
um þeim er hér fylgja. Einnig hafa myndir úr verkum hans víða
verið teknar upp í önnur rit og munu margir við kannast.
Því miður eru mér ekki kunnar ferðir höfundar um ísland eftir
1901, utan hvað hann var á ferð hér á Austurlandi 1908. Þá sá Sig-
varður á Brú hann á Skjöldólfsstöðum. Þetta var í 14. sumarvik-
unni og kom Stefán í Möðrudal með honum í Skjöldólfsstaði. Sig-
varður lýsir Daniel Bruun svo, að hann væri stór maður með tals-
vert mikla ístru, fremur fríður. Hann var nótt á Skjöldólfsstöðum
og fór á kvíarnar um kvöldið og talaði við stúlkurnar. Hann var
léttur í máli og mjög kompánlegur og talaði við alla. Hann hafði
orð á því, að hann þyrfti að komast út í Hlíð að finna Elías vin
sinn, er þá var þangað fluttur frá Aðalbóli. Ekki talaði hann ís-
lenzku, en mun hafa skilið hana. Hyggur Sigvarður, að för hans
hafi verið heitið til Eskifjarðar.
Eiríkur á Skjöldólfsstöðum fylgdi Bruun að Fossvöllum og skoð-
aði hann í leiðinni tóttina í Goðanesinu í Hofteigi, en ekki mun
hann hafa grafið í hana.
Allrar athygli er vert við rit það, er hér birtist, hve laus höfund-
ur þess er við íhlutunarsemi um hag landsmanna. Hvergi verður
séð, að honum misfalli eitt eða annað í fari landsmanna. Hann
varast að kveða upp dóma um menn og málefni, utan hvað hann
hælir fylgdarmönnum sínum svo og Tuliniusi fyrir undirbúninginn.
Hann skoðar land og þjóð opnum augum athugandans, án þess að
koma með tillögur um hvernig hafa skuli þetta eða hitt eða gera
sér rellu út af þjóðháttum. Undantekning frá þessu er þó, er hann
minnist á gufubátinn, og getur hún naumast minni verið né hóg-
værari.
198
MÚLAÞING