Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 201
Af þessum sökum stingur öll frásögnin allmikið í stúf við skrif
ýmissa ferðabókaritara og vekur óneitanlega traust á höfundi sín-
um sem athuganda og vísindamanni. Að öðru leyti brestur mig
þekkingu til að dæma um gildi þeirra rannsókna, er hann starfaði
hér að.
Um þýðinguna er það að segja, að ég hef reynt að haga henni
á þann hátt að byrgja ekki fyrir þá skuggsjá höfundar, er hann
sér landið í, ef ég taldi mig geta komizt hjá því með orðavali.
Þannig læt ég Lagarfljótsdalinn standa þótt annarlega kunni að láta
í eyrum Austfirðinga. Á sama hátt fá öræfin að heita háslétta, sem
þau vissulega eru, þótt við notum það orð aldrei um þau. Rekast
má á fleira af þessu tagi eða álíka og má vera að einhvern stingi það
í augu.
A stöku stað hef ég skotið inn neðanmálsathugasemdum, einkum
þar sem mér hefur sýnzt höfundi verða á í meðferð örnefna, en
ekki verður greint hvort um er að ræða misritanir hans eða óná-
kvæmni þeirra, er honum leiðbeindu. Allt eru þetta þó smáatriði,
er litlu skipta, og kunnugum auðvelt að lesa í málið athugasemda-
laust.
Neðanmálsathugasemdir höfundar hef ég flutt aftur fyrir frá-
sögnina utan eina allianga, er ég felldi inn í hana.
Myndir standa hér hinar sömu á blaðsíðum og í dönsku útgáf-
unni, utan tvær, sem sleppt var. Þær sýndust koma illa til skila í
prentun. Er það mynd úr Hallormsstaðarskógi og lítill uppdráttur
af búðatóttum á Búðareyri í Reyðarfirði.
Einhverjum kann að virðast nokkur ofrausn að birta allar þessar
myndir, en mikið hefði mér þótt vanta í þennan frásöguþátt, hefðu
þær ekki fengið að fljóta með, úr því að slíkt var gerlegt.
Rýninn lesari mun ef til vill veita því athygli, er hann gluggar í
kortið, sem fylgir, að skýringu vantar við nr. 1, sem merkt er í
hálsendann vestan Hrafnkelsdals. Hvernig á þessu stendur er mér
ekki ljóst, en þannig virðist þetta vera frá höfundarins hendi. Eftir
Hrafnkelsdals sögu Halldórs Stefánssonar í Austurland II, mætti
ætla að þarna ætti að vera merking á bænum Múla, en engum get-
um skal leitt að hugmyndum höfundar hér um.
Múlaþing
199