Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 51
AÐALSTEINN JÓNSSON FRÁ VAÐBREKKU
Minnisstæður aðfangaclagur
Það var á aðfangadag jóla árið 1909, að það kom í minn hlut að
fara á beitarhúsin á Fossvöllum og hirða um hundrað ær, er þar
voru. En þessi beitarhús voru á svo nefndu Seli, um það hil hálf-
tima gang frá Fossvöllum. Þar nokkru innar, þar sem heita Hrólfs-
staðir, voru beitarhús frá Hauksstöðum, yzta bæ á Jökuldal. Milli
þessara beitarhúsa, um svonefnt Illagil, liggja landamerki jarðanna
Fossvalla og Hauksstaða og þar skilur jafnframt Jökulsárhlíðar- og
J ökuldalshrepp.
Ég var þá nýorðinn 14 ára og ekki sérlega þroskamikill eftir
aldri. Eg var vanur öllum heimilisverkum og taldi mér þetta engan-
veginn ofviða. Var lagt fyrir mig að gefa ánum inni, en láta þær
alls ekki út. Snjór var á jörðu og yfir öllu lá lausamjöll, sem tók
mér um það bil í ökkla. Var því þæfingsgangfæri, sem tafði för
mína nokkuð.
Veðri var þannig háttað, að logn var á, en hár veðrabakki í
norðri. Ég hef sjálfsagt ekki verið klókur að ráða veðurrúnir, enda
hafði ég engar áhyggjur af veðrinu, en það þótti mér einkennilegt,
að tvisvar á leiðinni gerði svo snarpar vindhviður, að lausamjöll-
m þyrlaðist upp í kringum mig. Varð svo dimmt í þessum þotum,
að ég sá ekki handaskil. En þær liðu strax hjá. Varð þá sama logn-
ið aftur.
Vegalengdin á beitarhúsin, var talin um það bil hálftíma gang-
ur, sem fyrr segir. Skammt fyrir utan þau, milli húsa og bæjar,
rennur lækur, sem nefnist Sellækur. Þegar ég kom að þessum læk
mætti ég beitarhúsasmalanum frá Hauksstöðum. Hann hét Sigurður
múlaþing - 4
49