Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 8
BENEDIKT GÍSLASON FRÁ HOFTEIGI
Skinnastaðamenn
og Hákonarstaðabók
Vorið eða sumarið 1775 komu öldruð hjón norðan yfir fjöll til
Vopnafjarðar. Þetta eru fátæk hjón, en á því á ekki að bera svo
mikið, því þetta eru virðuleg hjón þegar allt er skoðað. Nú ætla
þau að leita skjóls hjá börnum sínum, sem flest eru staðfest um
Vopnafjörð, virðulegt fólk, og hér kemur konan á fornar og fræg-
ar ættarslóðir, þar sem hún sjálf á flautabollann. Maðurinn aftur á
móti er ættgróinn í annari sveit, mann fram af manni, en einu sinni
var það, að hann kom í þessa sveit, ungur maður, þar sem honum
var gefin heimasæta á ríkasta heimili hennar. Síðan hefur hann
aldrei gleymt þessari sveit, haft þaðan tíðindi meiri en úr öðrum
sveitum, sem eru ekki beinlínis í nágrennd hans.
Þetta eru presthjónin á Skinnastað, séra Einar Jónsson og Guð-
rún Björnsdóttir. Nú er hann við sjötugsaldur en hún milli 65 og
70 ára. Nú hefur séra Einar sleppt prestsþjónustu á Skinnastað, og
nú er hann síðastur presta á Skinnastað, sem haldið hafa staðinn í
ættlegg og tengdum um eða yfir 200 ár.
Þessi hjón eiga mörg börn. Samt verður ekki sonur þeirra prestur
á Skinnastað, né dóttir þeirra prestkona á staðnum. Þetta virðist þó
að hefði verið beint framhald á þeirri sögu, sem gerzt hefur á
Skinnastað. Þetta er nokkuð merkilegt og bendir á, að eitthvað hafi
þessum hjónum verið umhent í lífi sínu. - En getur það verið að
þau séu fátæk? Einar prestur er búinn að þjóna Skinnastað í 43 ár,
bæði sem aðstoðarprestur föður síns og síðar sóknarprestur. Það
ber öllum heimildum saman um það. En hvað er fátækt og hvað er
ríkidæmi í þessum heimi? Luma þessi hjón ekki á einhverju verð-
6
MULAÞING