Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 24
H ákonarstaðabók
Þessi bók, sem nú heitir Hákonarstaðabók, sökum þess sem hér á
undan hefur verið frá sagt, er mikil bók, 377 blaðsíður í fjögra
blaða broti, bundin vandlega í skinnfóðruð spjöld, sennilega úr tré,
og er hið bezta heil og vel með farin; prýðileg bók og rambyggileg
að ytra útliti. Pappírinn er sterkur og allþykkur, óstrikaður og mun
í upphafi ekki hafa verið skj allhvítur, svo sem pappír gerist nú í
flestri gerð. Lesmálið er í strikuðum ramma á blaðsíðunum. Letrið
er fljótaskrift og bregður þó við og við til snarhandar. Fyrirsagnir
eru skrautskrifaðar og litskrift, í rauðu, grænu og bláu, bregður
fyrir í yfirskrift og upphafsstöfum. Allur er frágangur bókarinnar
með hinum mesta snilldarbrag, og mundu flestir telja að hér lægi á
bak við þrotlaus eljuvinna með markvissri vandvirkni og slíku þol-
gæði að undrast má. Ber verkið með sér, að undirbúning hefur það
þurft eigi alllítinn í öflun pappírs og bleks, eða lita fleiri tegunda,
því ekki var í næsta hús eftir slíku að venda á Hákonarstöðum á
Efra-Jökuldal um hávetur. Og þegar það er athugað, að verkið ger-
ir unglingur sem byrjar á því með sínu 18. ári, þá stendur maður
hér frammi fyrir einu því fyrirbæri, sem í bókum segir frá, um af-
rek íslendinga og ekki þykja öll trúleg nú á tímum.
Ritarinn Pétur Pétursson, var fæddur sem fyrr segir 28. október
1828, og á bókinni stendur að hún sé skrifuð 1846, og á einum stað
segir frá því aftast í bókinni, að þessum kafla sé lokið á skírdag,
sem segir þá sögu, að linnulaust hefur hann ritað bókina um þann
vetur, sem þá er að líða, 1845^6. Og síðast í bókinni segist ritar-
inn vera Pétur Pétursson hinn yngri á Hákonarstöðum, svo hér er
ekki um að villast hver ritarinn er.
Auðvitað stendur ekki Hákonarstaðabók á titilblaði þessarar bók-
ar. Titilblaðið ber viðamikla áritun svohljóðandi: Hér skrifast forn-
aldarrúnir og kúnstir að gera geglerý. Þetta „geglerý“ er sjálfsagt
sama orðið og gögleri á dönsku, sem við þýðum einna helzt með
reimleikum, eða að koma einhverju yfirnáttúrlegu á kreik. Slíkar
gjörðir heyrðu náttúrlega undir galdra, svo það er engin furða þótt
hér sé um þá bók að ræða, sem sannarlega heitir galdrabók, og þarf
ekki frekar vitnanna við.
22
MÚLAÞING