Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 53
versta veður sem ég hef komiS út í. Hinsvegar veit ég að svo er ekki,
heldur er þar aSeins miSað viS getu mína til að standa gegn því.
Eg gerði þó eina eSa tvær tilraunir til aS brjótast út aftur, en þær
fóru á sömu leið. Ég fann aS þetta var mér algert ofurefli og gaf
því hreinlega frá mér.
Ég ætla ekki aS reyna aS lýsa sálarástandi mínu þegar ég var
búinn aS öSlast þessa fullvissu. Ég taldi víst, aS ærnar myndu
allar farast og ég hef sjálfsagt ekki verið kempulegur þar sem ég
stóS í krónni og glápti út hríðarsortann í von um að eitthvaS kynni
að rofa til. Ég hafði ekki einu sinni rænu á að halda mig svo langt
inni í húsinu, að hríSin næSi ekki til mín. Gengu því kófugusurnar
yfir mig þar sem ég stóð, en ég fann ekkert til þess. Minnist ég þess
ekki aS hafa nokurntíma um mína daga veriS staddur í jafn von-
lausri aðstöSu og þarna.
Ég veit ekki hve lengi ég var búinn aS kroka þarna, þegar skyndi-
lega varS breyting á. VarS hún meS þeim hætti, aS svartsmokkótt-
ur forustusauSur stakk höfSinu inn um dyrnar. Komu allar ærnar
í sporaslóS á eftir honum. En hér sköpuSust dálitlir erfiSleikar:
Ærnar ruddust allar aS þeim dyrunum sem þær komu fyrst aS, en
þar átti aSeins helmingurinn af þeim aS fara inn. Ég fór því aS
reyna aS banda þeim frá og aS hinum dyrunum, en viS þaS stöSv-
aSist rennsliS á ánum. HafSi þaS þær afleiSingar aS nokkrar ær,
mig minnir sjö, sem ekki voru komnar í skjól af húsunum, slitnuSu
frá hónpum og hröktust niSur dálitla brekku sem liggur niSur frá
húsunum. StöSvuSust þær þar viS garSbrot, sem einhverntíma hafSi
veriS partur af vörzlugarSi, um tún sem þarna var. Þetta var ör-
stutt og ég sá annaS veifiS glitta í þær. Ég herti því upp hugann og
réSist í aS reyna aS ná í þær. En ekki datt mér í hug aS reyna aSr-
ar aSferSir viS þaS, en aS skríSa. Tókst mér á þennan hátt aS koma
þeim til húsa.
Ég þóttist nú hafa himininn höndum tekið, þegar ærnar voru all-
ar komnar í hús. ÞakkaSi ég þaS aS sjálfsögSu Smokk. Mig langaSi
til aS láta þakklæti mitt í Ijós viS hann og ætlaSi aS fara aS brella
hann en hann tók því af litlum skilningi. Ég hætti því viS þaS. En
mikiS taldi ég mig eiga honum aS þakka, og tel enn. Smokkur var
þroskamikil kind. Hann var afburSa forustukind, vitur en hægur
múlaþing
51