Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 172
Tíu mínútna reið suður frá Aðalbóli, en austan árinnar, eru
greinilegar rústir stærri bæjar, Laugarhúsa, og leifar af túngarði
(nr. 6). Rétt sunnan tóttanna kemur heit uppspretta úr jörðu, en
sjálfar eru þær umvaxnar víði. Þetta er auðsjáanlega staður sá með
sama nafni, sem Hrafnkels saga greinir frá, þar sem Bjarni bjó. Hér
tók snemma af byggð, og var hér um hríð sel frá Valþjófsstað, sem
þessi eyðidalur lá undir. Allmargar tættur eru sýnilegar frá þessum
selstöðutíma.
Innst í dalnum austanverðum, rétt þar hjá sem Hrafnkela mynd-
ast við samrennsli ánna úr Þuríðarstaðadal að austan og Glúms-
staðadal að vestan, á bærinn eða selið Þuríðarstaðir (no. 7) að
hafa staðið, en þar sjást nú engar tættur.
I Glúmsstaðadal, vestan ár, sjást aftur á móti greinilegar tættur,
sem virðast vera af bæ eða seli, og heita þar Sámsstaðir (nr. 8).
Herma sagnir, að hér byggi Sámur sá, er frá greinir í Hrafnkels
sögu. Þetta getur þó ekki verið rétt því bær Sáms, Leikskálar, stóð
norðantil í dalnum. Um það bæjarstæði veit þó enginn.
Er nú komið í grennd við hásléttuna, Vesturöræfi, víðlenda á-
vala heiði, grýtta, sem teygir sig allt upp undir Vatnajökul, hér og
170
MÚLAÞING