Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 175
að fá yfirsýn yfir öll Vesturöræfi með Snæfell og Vatnajökul í
baksýn, eins og sést á meðfylgjandi mynd. I leit sinni að týndu
ánum hefur hann vissulega farið hér vítt um; og með því að eng-
inn sá til hans, reið hann til vesturs í stefnu á Jökulsá og niður með
henni eins og sagt er frá, til Reykjasels. Sé hér um að ræða sama
stað og nú ber þetta nafn (G) verður hann á heimleiðinni að hafa
riðið fram hjá Aðalbóli uppi á hálsinum eða fjallshryggnum milli
Jökulsár og Hrafnkelsdals eftir 8-10 danskra mílna reið.
Tvœr grafir úr heiðni
Stutt var það tímabil, sem Islendingar voru grafnir að heiðnum
sið, aðeins 125 ár, því að eftir kristnitöku á alþingi árið 1000,
þegar hinn „mildi kristur“ kom í stað þeirra gömlu, „reiðu goða“,
var enginn lagður skartklæddur í haug með dýrgripum sínum,
skrauti, vopnum, hestum og hundum. Eftir það var aðeins blótað
á laun á stöku stað og Þór og Frey lítt færðar fórnir. Kirkjurnar
komu í stað hofanna og klukkur hringdu til tíða, þar sem fjöll
höfðu fyrr bergmálað baulan og gnegg blótpeningsins. En jafnvel
þótt ásatrúin gamla hefði þannig — af stjórnmálalegum skynsemis-
astæðum — opinberlega vikið fyrir hinum nýja og mildari sið, ríkti
engu að síður andi víkingatímans meðal þessa óstýriláta, stríðs-
glaða fólks, með blóðhefndina í öndvegi, en lög sæmdarinnar lit-
uðust hugsunarhætti víkinganna. Þá voru hér hetjur er dáðu göfug-
an dauðdaga með sverð í hendi og við hlið þeirra og þeim jafn-
fætis í þjóðfélaginu stóðu frjálsbornar konur. Við þekkjum þetta
samfélag nær eingöngu af sögunum, því fáar fornaldarminjar hafa
fundizt, er varpað geta ljósi yfir þessa tíð.
A safninu í Reykjavík eru minjar úr fáeinum gröfum úr heiðni,
og fæstar þeirra hafa grafið upp menn, sem hafa haft skilning á að
framkvæma nauðsynlegar athuganir. Sumarið 1901 var ég svo
heppinn að fá tækifæri til að leiða í Ijós tvo slíka fundi.
Við fréttum sem sé, að bóndinn á Brú, innsta bæ á Jökuldal,
hefði fundið messingsylgju á stað, þar sem uppblástur hafði berað
nokkur bein. Við fórum þangað. Hér er Jökulsá beljandi straum-
vatn, sem eins og við sáum síðar, myndast af mörgum kvíslum,
múlaþing
173