Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 101
Sá heitiö háleitt ber,
það heiti „Jesús“ er,
hann Guðs er eðlis einn,
ei annar slíkur neinn.
Hann víst mun velli halda.“
Það sem Lúther segir í þessum tveimur erindum, segir sr. Einar
í fyrsta erindi sálms síns, nákvæmlega það sama: Djöfullinn situr
alltaf um mannssálirnar, vopn hans í þeirri baráttu eru illska og
slægð, en vér mennirnir þurfum ekki að óttast vélar hans, því Jesús
berst með oss, og hann mun halda velli, Jesús, sem er oss „hæli og
styrkur, örugg hjálp í nauðum". Auk þess sem efni og meðferð þess
eru svo lík í sálmum þessum, þá er bragarhátturinn sá sami. Margt
fleira mætti segja um skáldskap sr. Einars. Mörg kvæði mætti nefna
og skírskota til, en þetta verður að nægja í bili.
Sú staðreynd hefur jafnan vakið athygli manna og undrun, að
á þeim dögum sem ljóðagerðin á íslandi lá niðri í öldudal niður-
lægingar, að mörgu leyti, og jafnvel tungan öll átti í vök að verj-
ast gegn innrás og valdatöku kringiyrða og hortitta erlendra tungu-
mála, (sér í lagi dönskunnar) að á þeim dögum skyldi maður eins
og sr. Einar Sigurðsson koma fram, maður, sem ritaði ómengaða
íslenzku (miðað við samtímamenn sína), og kvað svo lipurt og
létt, einfalt og auðskilið sem hann gerði. Og menn hafa spurt:
Hvaðan komu honum þessir hæfileikar fram yfir önnur skáld þeirr-
ar aldar? Hvernig gat hann þroskað svo dómgreind sína á ljóðræna
kosti, þetta sjálfstæði andans, að troða ekki hinar sömu málfars-
lega hálfdönsku slóðir, heldur ryðja sér nýjar? Voru til nokkrar
þær íslenzkar bókmenntir þá, sem hann getur hafa tekið sér til
fyrirmyndar í skáldskap, máli og formi?
Fyrir daga sr. Einars höfðu rímurnar lifað sitt blómaskeið á Is-
landi, og höfðu þær þá verið lengi við lýði, t. d. er Ólafs ríma Har-
aldssonar skrifuð nálægt 1390 (Flateyjarbók) og mun þó varla
elzt.
Það er vitað, að háttur þessarar tegundar skáldskapar var mjög
lipur og léttur, enda voru rímurnar ætlaðar til söngs og kveðskapar.
Annað, sem vert er að athuga í þessu sambandi, eru hinir fornu
Múlaþing
99