Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 124
EYJÓLFUR HANNESSON
Þegar ég barðist við Hólalandsbola
Þegar ég var að alast upp, voru ekki að jafnaði keypt leikföng
handa börnum. Leikföng okkar sveitabarna voru þá aðallega kinda-
horn og kjálkar, leggir og völur. Margan sælan sumardaginn und-
um við glöð við búskap. Það var byggt - fjárhús og rétt - hýst og
látið út, rekið á beit eða fjall, smalað og farið í fjallgöngur.
Stundum vildi vanta eina og eina kind, sem þó oftast fannst ein-
hvern tíma seinna og þá venjulega tófubitin. Einhver hundurinn
hafði í laumi náð sér í horn og borið það á afvikinn stað til þess
að geta nagað það í rólegheitum.
Þegar við urðum leiðir á búskapnum, var farið í ýmiskonar
leiki, - útilegumannaleik, skessuleik og fleiri hlaupaleiki, — reynt
hver lengst gat stokkið eða hver var fljótastur að hlaupa. Svo iðk-
uðum við mikið leik, sem enn er í fullu gildi og flest börn kannast
við, en það var að vega salt. Þá voru ekki grindur á vogartrjánum
til að halda sér í. Vöndust börnin því fljótt að halda föstu taki um
tréð til þess að missa ekki jafnvægið, og eins hinu að hreyfa fæt-
urna fram og aftur eftir hreyfingum vogarássins. Þetta verður
alveg ósjálfráð hreyfing hjá þeim, sem mikið hafa æft þennan leik.
Einn var sá leikur, sem strákar iðkuðu mikið. Það var að
„skjóta blámenn.“ Þegar við strákarnir vildum skjóta blámenn,
fórum við venjulega upp á Hólinn. Hann er ofan við bæinn, flat-
ur að ofan. Þar var nóg grjót. Þetta var tveggja manna leikur eins
og t. d. glíma. Leikurinn fór þannig fram, að valdir voru þrír stein-
ar sem líkastir mönnum að lögun, langir og mjóir, og reistir upp á
enda með fjögurra til sex feta millibili. Gegnt þessum þremur, í
122
MÚLAÞING