Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 10
legum stíl, sem lúterskan hræddi fólk á að kynnast í einu eða neinu.
Allar leifar af hinni þjóðlegu katólsku menningu, jafnt á heimilum
sem í kirkjum, þóttust lúterskir geta litið á sem djöfulsins athæfi,
sem engum kristnum manni bæri að hafa með höndum né undir
höndum. Hér ollu heimskir menn stórskaða, sem aldrei verður
bættur, að áliti okkar nútímamanna, sem þurfum að lesa andlega
sögu þjóðarinnar úr þessum þjóðmenningartáknum, en höfum þau
næsta fá undir höndum og fábreytileg.
Einar prestur, sem hlaut það virðulega og einstæða nafn í sög-
unni, galdrameistari, var prestur á Skinnastað frá 1660 til dauða-
dags 1699. Vígður var hann sjö árum fyrr að Stað í Kinn. Ekki er
nú kunnugt hvenær hann fæddist en faðir hans var Nikulás bóndi
í Reykjahlíð, Einarsson á Héðinshöfða af hinni gömlu, kunnu og
frægu Langsætt frá Asi í Kelduhverfi. Móðir Einars var Þórdís
dóttir Jóns lögmanns á Laugum Illugasonar prests í Múla, Guð-
mundssonar, en Jón Illugason var líka af Langsætt kominn. Þórdís
dó 10. júlí 1629, svo gera má ráð fyrir, að séra Einar sonur henn-
ar sé fæddur um 1625—28.
Séra Einar Nikulásson kvæntist Þorbjörgu dóttur Jóns prests á
Skinnastað, Þorvaldssonar. Þau áttu mörg börn, en ekki lærði nema
Jón af sonum þeirra. Munu þau öll hafa verið vel gefin. Eru þau öll
ógift þegar faðir þeirra deyr, nema Eiríkur sem hafði kvænzt, en
dáið ungur. Eru þau þá öll um og yfir fertugsaldur og séra Jón
nær fimmtugur sem fyrr segir. Ætla sumir að vísu, að Jón Einars-
son bóndi í Reykjahlíð sé sonur Einars prests, en hann er jafngam-
all séra Jóni, 48 ára 1703, svo þeir hefðu átt að vera tvíburar. Jón í
Reykjahlíð var föðurfaðir Jóns Einarssonar í Reykjahlíð, sem
Reykjahlíðarætt hin elzta er talin frá. Runólfur sonur séra Einars
bjó í Hafrafellstungu og er af honum kominn mikill ættbogi. Þór-
arinn bjó á Arnarstöðum óg var skurðhagur hið bezta og sáust þess
lengi merki í Skinnastaðakirkju.
Dætur séra Einars, Þórdís, Kristín og Guðrún munu ekki hafa
gifzt og er þetta háttalag þeirra Skinnastaðasystkina allundarlegt og
bendir á það, að ekki hafi karlinn faðir þeirra verið aldæla að eiga
við, og litið smáum augum á biðla og kvenkosti fyrir börn sín, sem
að vísu hefur oft viljað við brenna og ekki sízt á þeim tíma er hér
8
MÚLAÞING