Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 190
sunnan að minni jökulá. Yfir þessa á, svonefnda Jökulkvísl, urðum
við nú að reyna að komast og upp á jökulinn. Veðrið var ágætt,
sólar naut annað veifið, og skyggni gott. Að vísu héngu dökkir
skýjabólstrar yfir jöklinum í fjarska, en að sinni var ekkert að
óttast.
Með því að ekki voru tiltök að dragast með alla hestana og far-
angur okkar upp á jökulinn, lét ég Anton verða eftir, meðan við
Elías reyndum að komast upp með einn aukahest. Ekkert gras var
að finna þar sem við skildum klyfj ahestana eftir en til allrar ham-
ingju höfðum við haft með okkur tvo stóra heypoka, þannig að
yrðum við lengi í burtu og með þyrfti, gat fylgdarmaðurinn gripið
til þeirra og gefið hestunum.
Síðan héldum við af stað. Elías á undan með aukahestinn í taumi
og langan broddstaf í hendi, sem hann kannaði með fyrir hestinum
á ísjárverðum stöðum í ánni og á jöklinum án þess að fara af
baki.
Við fórum yfir ána án mikilla trafala og var hún aðeins á miðjar
síður og nú nálguðumst við jökulröndina og áttum yfir mjög
blautt, vatnsrunnið og lækjótt svæði að sækja. Oðru hvoru sökk
einhver hestanna allmikið í, en við náðum þeim alltaf upp aftur.
Þar sem frost var undir var ekkert til fyrirstöðu, en sums staðar
hlupu hestarnir niður úr klakaskorpunni og sukku í á augabragði.
En þessar þolinmóðu skepnur höfðu sig jafnan sjálfar upp úr og
við héldum áfram. Eftir hálftíma reið náðum við j ökulröndinni,
sem á þessum stað hvarf í jarðveginn slétt og nær verksummerkja-
laust. Leysingavatn rann fram bæði undir ísnum og á óhreinu yfir-
borðinu, sem var skorið og rákótt af fjölda lækja.
Hestarnir fetuðu varlega og ekki lausir við ótta upp á jökul-
inn, en hann hélt ágætlega og við þverfetuðumst áfram. Stundum
heyrðum við vatnið belja undir fótum okkar og öðru hvoru ginu
við djúpar sprungur, en upp frá þeim steig niður og buldran frá
streymandi vatni, en þessar sprungur voru aldrei svo langar, að
við þyrftum að taka á okkur stóra króka. Við höfðum ákveðið að
ríða eins langt og við gætum. Svo langt sem augað eygði var yfir-
borð jökulsins voldug flatneskja, sem hækkaði jafnt og þétt til suð-
urs. Elías pjakkaði sterklega í ísinn til þess að athuga hvort hann
188
MULAÞING