Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 40
Pétur ritari: „Endað að skrifa handarlínulistina á skírdag, og skrif-
að eftir víða rangt skrifuðum blöðum, en af mér ekki úr lagi fært.
P. Pétursson.“ Þetta virðist benda á það sem áður var sagt, að hér
hafi marguppskrifuðum ritgerðarflækingi verið bætt inn í bókina,
einhverntíma er hún hefur verið afrituð, því þessi tónn í Pétri
bendir ekki á það, að nú sé þetta í fyrsta sinn fært inn á milli
spjalda, um leið og það segir þá sögu, að handritið sem Pétur skrif-
aði eftir hefur verið farið að láta á sjá, er hann talar um að skrifa
eftir blöðum, og handrit Péturs hafi fyrst og fremst verið gert til
þess að nýja bókina upp, og hefur þá verið minni eftirsjá eftir
henni austur yfir heiðina og komin í Fljótsdalinn hafi hún illa
verið á vetur setjandi.
Eru nú ekki eftir nema 9 blöð og nú bregður efninu aftur til hins
fyrra, en þó er fyrst þýdd grein eftir meistarann Albert Magnúsi,
Um gimsteina, og skrifað undir Finis = endir. Koma þá fjórir stutt-
ir kaflar og hinn fyrsti: Um þekkingu á ófrómum mönnum, annar:
Um merki á léttfœrum mönnum, hinn þriðji: Um merki á amors-
sömum mönnum og síðast, Kennimerki á sterkum mönnum, en það
eru þeir sem hafa holdmikil augu og há kinnbein, ferhyrnda höku
og söðulbakað nef, bleikfölir í andliti, með hrokkið hár. En nú er
Pétri Jökli nóg boðið. Sjálfur var hann rammur að afli, en ekkert
getur verið honum ólíkara en þessi lýsing. Pétur lýkur bókinni og
segir: „Eg held lítið mark að öðrum eins kerlingarsögum og hér
eru. Það heldur og vitnar Pétur Pétursson yngri á Hákonarstöðum.
P. Pétursson.“
Þarf nú ekki vitnanna frekar við um það, að það er unglingur á
18. ári sem setið hefur við að rita þessa bók, og er langt kominn á
páskahelgum sem fyrr segir. Er slíkt með undrum í sögum Islend-
inga og ekki verður undrunin minni þegar ritverkið er skoðað, eða
athugað hversu samvizkusamlega og enda vísindamannslega hann
afritar handritið. Hvergi breytir hann staf og líkir fullkomlega eftir
frumritinu, hefur sömu stafagjörð, fljótaskrift, og er þó bókin
fáum mönnum læsileg og flestum seinlesin. En þetta tefur Pétur
Jökul á 18. árinu ekki neitt. Hann skrifar bara eins, en annars
skrifaði hann eina beztu snarhönd sem á bókum sést, og hvert orð
rétt. Til merkis um samvizkusemi hans og vit á sínu verki er það,
38
MÚLAÞING