Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 74
þyngd í dag. í tjaldstað um kvöldið seldi ég svo helminginn af lax-
ium fyrir sama verð og ég keypti hann allan og er það eina sanna
kaupmennskan, sem ég hef sýnt af mér á ævinni.
Daginn eftir hittum við svo hinn hluta flokks Síma-Brynka á
Húsavík og síðan var haldiS hægt og sígandi í átt til Akureyrar.
Minnir mig þó, aS lagSur væri línustúfur einhvers staSar á leiS-
inni, annaShvort í ASaldal eSa Reykjadal. Er mér næst aS halda, aS
þaS hafi veriS frá BreiSumýri aS Laugaskóla, en þori þó ekki aS
fullyrSa þaS. Alltaf var ég meS kerruna og Grána minn.
Og nú áfram. Frá BreiSumýri lá leiSin yfir FljótsheiSi. ÞaS gekk
þolanlega, a. m. k. slapp ég viS aS taka kerruna í sundur, en gat
ekkert flutt á henni. Svo áfram þvert yfir útmynni BárSardals og
inn gegnum LjósavatnsskarS. Þetta var bölvuS leiS þá, a. m. k. á
köflum, en þó komst ég þetta allt. AS vísu brotnaSi veiki kjálkinn
aftur á kerrunni, en viS hann var lapDaS enn og nú vorum viS
komnir í Fnjóskadal og aS rótum VaSlaheiSar.
Á þessum tíma mun hafa veriS byrjaS eitthvaS á vegagerS yfir
VaSlaheiSi, en mjög skammt á veg komiS. HeiSin varS okkur
Grána því erfiS, bæSi upp aS austanverSu og niSur aS vestanverSu,
ekki síSur, því aS þar eru klettahj allar, þýfSir móar og mýrardrög.
í þessum sviptingum yfir heiSina brotnaSi nú hinn kjálkinn, en þó
svo laglega, aS okkur tókst aS negla hann saman og sívefja meS
símavír og dugSi þaS til Akureyrar.
Aldrei gleymi ég þeirri fögru sjón, sem blasti viS augum mínum,
er ég kom á vesturbrún VaSlaheiSar, síSari hluta dags. GlaSa sól-
skin var á og útsýn öll yfir spegilsléttan EyjafjörS og Akureyrarbæ
dásamlega falleg.
Heldur gekk mér illa niSur aS vestanverSu, en allt tókst þetta,
þótt ég yrSi aS fara marga króka og selflytja kerruna í pörtum
tvisvar, eSa þrisvar, ég man þaS ekki glöggt. NeSarlega í vestan-
verSri heiSinni ókum viS Gráni fram á vegavinnuflokk, sem byggSi
þar upp veg yfir mýrarsund meS handverkfærum einum, skóflum
og kvíslum. Ég stanzaSi og hugleiddi, hvernig ég kæmist nú framhjá
þessu nývirki og þá e. t. v. upp á þennan veg, því aS ég sá, aS þeir
voru þarna einnig meS kerrur og hesta.
011 vinna lagSist niSur og mennirnir stóSu og góndu á mig. Ég
72
MÚLAÞING