Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 126
er fæddur 13. nóvember 1892 og hef því verið á 11. árinu, þegar
þetta bar við.
Það var dag einn síðla vors og nokkur tími liðinn frá því, að
farið var að láta út kýr. Fólk í Gilsárvallahjáleigu var statt á hlaði
og komið að því að borða miðdegismat. Tók þá einhver eftir því,
hvar Hólalandskýrnar komu að innan og stefndu út í Hagann. Hest-
ar voru í hlaði, og var ég sendur á Litlu-Gránu til að reka kýr-
skammirnar. Snærisspotta hafði verið bundið upp í Gránu þar sem
hún stóð í hlaðinu og hafði ég spottann í beizlis stað. Ekkert keyri
hafði ég, enda sagt að ég þyrfti ekki að fara hart, og mér var það
kunnugt, að ekki var farin nein þeysireið á henni Gránu, ef maður
hafði ekki keyri. Hundarnir voru lokaðir inni því ekki mátti styggja
ær, sem voru í grenndinni.
Ekki bar okkur Gránu ört yfir og voru kýrnar komnar á undan
okkur í Hagann og röðuðu sér á grænasta blettinn kringum Stekk-
inn. Er það skemmst af að segja, að þær snerust allavega kringum
Gránu og ég kom þeim hvergi. Eftir að hafa snúið Gránu þarna
marga hringi fram og aftur án árangurs, snaraðist ég af baki og var
þess þá ekki langt að bíða, að ég kæmi nautunum á leið inn fyrir
Hagann. Rölti hópurinn á undan mér inn götuslóðann ofan við
Stekkamelana.
Sumarið áður hafði verið með kúnum svolítill kálfssnuddi og var
hann með þeim enn og var þetta nú orðinn stærðar boli.
Yeður var fjarskalega heitt og ég rölti í hálfgerðri leiðslu götu-
slóðann eftir nautunum. Þegar ég var kominn inn á móts við yzta
Stekkamelinn, tók ég eftir því, að kýrnar voru komnar nokkuð
lengra inn götuna en við boli og mátti segja, að ég gengi orðið al-
veg á hæla honum. Ég sá því, að boli liafði hægt á sér og nuddaðist
eða mjakaðist varla úr stað. Þótt ég væri eins og hálf dofinn af hit-
anum vildi ég heldur hraða förinni og danglaði í bola með annarri
hendinni. Eins og örskot sneri hann sér við, setti undir sig haus-
inn og hóf mig á loft.
Svo vel vildi til, að hornin á bola komu sitt hvorum megin neðan
við mjaðmirnar á mér og hafði ég gripið um þau dauðahaldi. Nú
kom sér vel, að ég var vanur að vega salt. Fæturnir, klemmdir ut-
an um hausinn á bola og takið um hornin vörnuðu því, að ég kast-
124
MULAÞING