Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 88
sýn, og var hann alblindur síðustu ár ævi sinnar. Fjórum dögum
fyrir andlátið varð hann að skilja sæng við konu sína, sökum veik-
inda, og þar um gerði hann tvær sextánmæltar vísur:
„Það þökkum vér guði,
þó hann vilji við skiljum,
að ekki hefur ódyggð nokkur
ill komizt í milli“ e.ct.
Þakkar hann þar guði fyrir hina góðu konu og farsælt hjónaband,
sem nú hafi staðið í nærri sextíu ár, án þess að nokkur „ódyggð“
bæri þar skugga á, og getur þess jafnframt, að þetta sé í fyrsta
skipti í fimmtíu og sjö ár sem þau hafi á sama bæ skilið sæng.
Fitjaannáll getur þess, að sr. Einar hafi fengið bólgu í fæturna
nokkru fyrir andlátið, en hún hafi runnið af eftir fáa daga.
Allar frásagnir um síðustu ævistundir sr. Einars vitna um það,
að fram til hins síðasta andartaks hefur hann verið köllun sinni trúr,
í þjónustu við guð og menn. Segir t. d. sagan, að skömmu fyrir
andlátið hafi hann ort huggunarríkt kvæði til ekkju á Hallorms-
stað, Ragnhildar Einarsdóttur, við lát manns hennar, sr. Hjörleifs
Erlendssonar (1626). Jafnan var hann á fótum, og svo hinn síð-
asta dag. „Blessaði hann þá sinnisveika kerlingu, hverri hann hafði
mörg ár viðhaldið með bæn og skemmtan og bað að láta einhvern
vera ætíð hjá henni í sinn stað. Þar eftir gaf hann eina kú þeirri
stúlku, sem honum hafði þjónað og leitt hann og lesið fyrir honum
frá hennar ungdómi. Bauð hann síðan öllum góða nótt, var studdur
upp á loft það, er hann var vanur að sofa í, féll fram, sem hann var
vanur, á sæng sína til bænar, lagðist upp litlu síðar og sofnaði úr
þessum heimi.“ Arb. Esp.
Sr. Einar lézt miðvikudaginn 15. júlí 1626, og hafði þá gegnt
prestsþj ónustu í sextíu og níu ár. Frá honum er stór kynstofn kom-
inn, og nægir þar að vitna í nokkur ummæli:
Páll Eggert Olason segir: „Enginn Islendingur mun nú uppi vera,
sá er ekki eigi þangað ætt að rekja, ef vel er að gáð.“ Jón biskup
Helgason segir: „Arið sem hann dó, voru niðjar hans 110, en árið
1694 voru 36 prestar þjónandi,af honum komnir.“ Fitjaannáll segir:
„Þegar Einar andaðist, voru á lífi, af honum komnar stórt hundrað
86
MÚLAÞING