Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 118
Uppruni Ara Eiríkssonar
Maður sá er hér kemur við sögu hét Ari Eiríksson, hingað fluttur
sunnan af Mýrum í Hornafirði. Hann hefur verið einn þeirra dug-
miklu Skaftfellinga sem lögðu leið sína austur yfir Lónsheiði á
þeim árum, þá ungur maður. Hann hefur dvalizt hér í vistum og
sennilega efnazt því víst er að hann eignaðist % úr jörðinni Geit-
hellar og býr þar í allmörg ár við sæmilegan efnahag að talið var.
Hann hafði verið áhugamikill og vildi búa stórt, en þarna á heima-
jörðinni var þröngbýlt og ekki auðgert að færa út stakkinn, en til
að rýmka um sig og fá meira beitiland tók hann það ráð að byggja
nýbýli þarna langt inni á dalnum.
Flestir sem á jörðinni bjuggu áttu sína jarðarparta og voru sumir
litlir, t. d. átti Geithellahreppur 1/12 úr jörðinni eða þrjú hundruð
á landsvísu og var á þeim parti búandi. Annar búandi á heimajörð-
inni átti Yq eins og Ari og eru þá níu hundruð eftir, en það hafa
þá Virkishólasel og Kambssel verið metin, en jörðin öll 36 hundruð
á landsvísu. Eigendur og ábúendur hafa gefið Ara leýfi til að byggja
þarna nýbýli á afréttinum, enda hefur þá rýmkað á heimajörðinni.
Meira um Ara og fjölskyldu
Árið 1860 segir manntalið þetta:
Ari Eiríksson 46 ára fæddur í Einholtssókn, húsbóndi. Una Jóns-
dóttir 48 ára fædd í Hofssókn í Álftafirði, kona hans. Börn þeirra:
1) Guðbjörg, 2) Sigríður, 3) Jón, 4) Ingibjörg, 5) Ragnheiður,
6) Eiríkur.
Ari var sonur Eiríks bónda á Hólmi í Hornafirði, Guðbrands-
sonar og konu hans Guðbjargar Eiríksdóttur. Una kona Ara var
dóttir Jóns í Múla í Álftafirði, Einarssonar og konu hans Sigríðar
Guðbrandsdóttur. Það er fullvíst að Ari í Þormóðshvammi var al-
bróðir Guðbrands sem á sínum tíma bjó í Bæ í Lóni, Eiríkssonar.
í Ættum Síðupresta er Guðbrandur sá ranglega talinn sonur Eiríks
Eiríkssonar, en var eins og Ari sonur Eiríks í Hólmi á Mýrum í
Hornafirði, Guðbrandssonar.
Eins og áður er getið byggði Ari nýbýlið Þormóðshvamm árið
1855, og er fullvíst að hann bjó þar næstu 12 árin, eða til 1867, að
116
MÚLAÞING